Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 225
Skímir
Ritfregnir
207
sem geymir tómar Islendingasögur, er vísir að söguflokkun, þó að Lönn-
roth dragi það í efa. En það er sjálfsagður hlutur, að nútímamenn hljóta
að flokka bókmenntir genginna kynslóða eftir eigin mati, af því að þeir
sjá hið liðna í ljósi nútímans -— á sama hátt og þeir skapa sér nýjar
rannsóknaraðferðir. Þó að það sé rétt, að söguritarar og samtími þeirra
hafi ekki haft sérstakt orð um Islendingasögur, felur það ekki í sér, að
þeir hafi talið þær að engu leyti frábrugðnar heilagra manna sögum.
Þegar ritöld hófst, var orðið saga fyrir í tungunni og var samkvæmt upp-
runa sinum viðrar merkingar. Allt, sem sagt var, af hvaða toga sem var,
gat verið saga. Og þetta breyttist ekki, þegar bókfellið kom til sögunnar.
Sögur urðu bæði munnlegar og skráðar. Erlendu orðin narratio og historia
féllu því auðveldlega undir hugtakið saga. Við köllum Kapítólu og Sjálf-
stætt fólk sögur, en það felur ekki í sér, að menn geri þar engan mun á.
Annað hald fyrir samruna innlendrar og erlendrar söguritunar sækir
Lönnroth til Fyrstu málfræðiritgerðarinnar. „Þýðingar helgar" merki ekki
„þýdd rit um helga menn“, heldur sé átt við skýringar eða útleggingar
líkingasagna, eins og eru í hómilium, sbr. sacrae interpretationes, og
megi þær vera hvort sem vill á latínu eða íslenzku. Honum farast svo orð:
Om denna tolkning (þ. e. þýdd rit) vore riktig, skulle det kunna
innebara att all religiös litteratur — legender homilier, diverse teo-
logiska skrifter — uppfattas som en speciell kategori vid sidan av
de „inhemska" genrena (þ.e. lög, áttvísi og bækur Ara). (Tesen, 11).
Lönnroth styður mál sitt með þeirri röksemd, að ekkert dæmi er um
það i fornum ritum, að orðið þýðing merki „þýtt rit“.
Nú er þess að gæta, að við þýðingar á bernskuskeiði ritmáls eru merk-
ingar óhlutkenndra orða lítt fastar. Hið innlenda orð mildi er t. d. látið
ná yfir pietas, clementia, benignitas, og misericordia. Merkingamar „að
skýra einstök atriði“ og „leggja út af einu máli á annað“ em svo saman
fléttaðar, að sammni þeirra er óhjákvæmilegur, eins og íslenzku orðin
útlegging, túlkun og þýðing bera vitni um. Þannig er þetta og i öðrum
málum. Latneska orðið interpretatio merkir öll þrjú stigin: 1) skýring,
2) þýðing af einu máli á annað, og 3) þýtt rit. Ekki verður í efa dreg-
ið, að kirkjulegum fræðsluritum hafi verið snarað á íslenzku þegar i
upphafi ritaldar, eins og handrit bera með sér. Það kæmi því spanskt
fyrir sjónir, ef höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar færi um 1170
að minnast sérstaklega á svo þröngt svið sem likingasögur (allegóriur),
en minntist ekki aukateknu orði á hómilíur eða sögur helgra manna.
En um þetta leyti hefur engin bókmenntagrein verið jafnfyrirferðarmikil
á þjóðtungunni sem þær. Ekki er þeirra getið með ritum Ara fróða, átt-
vísi eða lögum. Ég er því helzt á því, að „þýðingar helgar" hafi víðari
merkingu en Lönnroth hyggur og feli beinlinis í sér, að gerður sé munur
á innlendum og erlendum bókmenntagreinum.
En af ofangreindum athugasemdum má ljóst vera, að það er út í