Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 118
108
Sveinn Einarsson
Skírnir
kraftaverk sín. Ötalin eru þau kraftaverkaleikrit, þar sem
María mey kemur við sögu og gefur manneskjunum trúna
fyrir gæzku sína; í miklum hluta þessara verka er henni
sungin lof og dýrð eins og reyndar í óteljandi Maríuversum
þessa tíma. Annar dýrlingur er í miklu afhaldi hjá semj-
endum kraftaverkaleikja. Það er heilagur Nikulás, verndar-
dýrlingur þjófa og stúdenta og ýmissa annarra. Einn elzti
þeirra leika er Le Jeu de Saint Nicolas eftir Jean Bodel, sam-
inn í Arras upp úr miðbiki tólftu aldar. Leikurinn her vitni
hugmyndaflugi skáldsins og athugunargáfu og felur í sér
allverulega lifandi þjóðfélagslýsingu, einkum af skjólstæðing-
um dýrlingsins.
Siðbótaleikirnir voru gjarna allegóriskir að formi, þ. e.
höfðu að uppistöðu táknmyndir og persónugervinga ákveð-
inna eiginleika. Einna frægastur þessara leikja er Sérhver.
Hann mun upprunninn í Hollandi, herst til Bretlands, en
mun kunnastur nú á dögum í búningi austurríska skáldsins
Hugo von Hofmannsthal, Jedermann, og var til dæmis leik-
inn af Leikfélagi Reykjavíkur 1927. Sérhver er ég og þú,
sálin, sem þráir að verða hólpin, en áður en það megi verða,
er nauðsynlegt að lita um öxl og gera upp reikninginn eftir
æviferðina. Þarna koma fyrir persónur eins og góðverk og
trú, en einnig stallbróðir, djöfullinn og mammon, engu verð-
ur skotið undan af viðskiptunum.
Eins og þegar er orðið ljóst, var mikið af efni helgileikj-
anna veraldlegt á ytra borði. Mikið af efni Nikulásarleiksins
er til dæmis i hæsta máta veraldlegt. Og i Arras er það einn-
ig, að fram koma veraldlegar leikbókmenntir. Á þrettándu
öld er þar uppi höfundurinn Adam de la Halle eða Adam le
Bossu, eins og hann líka kallaðist, og frá hans hendi eru varð-
veittir tveir leikir: Le Jeu de la Feuillée — Laufskálaleikur-
inn eða Leikurinn um þann tíma, þegar trén laufgast. Sá leik-
ur er eins konar „revýa“, sem lýsir bæjarlífinu í Arras á
gamansaman og ekki alveg græskulausan hátt, einkum í
fyrri hlutanum, sem gerist á krá; síðari hlutinn er allegór-
iskur og gerist úti í guðs grænni náttúrunni. Hitt leikrit
Adams de la Halle er hjarðleikur, Le Jeu de Robin et Marion.