Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 63
Skirnir
Upphaf Islandsbyggðar
53
upphafi landsbyggðar, en hér verður í bili látið nægja að
minna á þá staðhæfingu i núverandi gerð íslendingabókar,
að Ingólfur færi sannlega fyrst til Islands, þá er Haraldur
hárfagri var sextán vetra gamall. Samkvæmt vestlenzku ann-
álunum er Haraldur talinn vera fæddur árið 852, og kemur
þetta heim við umsögn Haukdæla þáttar, og er harla nærri
því, sem síra Einar telur í Breiðabólstaðarannál. Nú eru eng-
ar líkur til þess, að Ari fróði hafi hugað Harald vera fædd-
an árið 852, heldur mun hér vera um ályktun síðari fræði-
manna að ræða. Fæðingarárið 852 virðist sem sé vera álykt-
un af þeirri staðhæfingu Ara fróða, að Haraldur yrði átt-
ræður og andaðist einum eða tveim vetrum eftir það að
Hrafn Hængsson tók lögsögu. En með því að bæta sextán
árum við svokallað fæðingarár Haralds lá beint við að álykta,
að Ingólfur færi til Islands árið 868, eins og gert er í Hauk-
dæla þætti. En eins og brátt verður sýnt fram á, þá er mjög
hæpið, að Ari sjálfur hafi talið Ingólf hafa komið til lands-
ins, þegar Haraldur var sextán vetra að aldri. Er því for-
sendan fyrir þessari tímatalsályktun í Haukdæla þætti og
Breiðabólstaðarannál ærið vafasöm.
Undarlegt má það heita, að enginn vestlenzku annálanna
getur Islandsfarar Ingólfs árið 870. Mér virðist þetta benda
í þá átt, að annálsritari hafi ekki farið eftir Islendingabók
milliliðalaust, heldur eftir annálsheimild, þar sem beggja ár-
talanna 870 og 874 var getið, en fyrra ártalið hefur síðan
af einhverjum ástæðum fallið niður. Þetta sést bezt á því,
að Ari sjálfur getur hvergi ártalsins 874 berum orðum í
Islendingabók, en hins vegar notar hann ártalið 870.
Síðara atburðarins frá níundu öld, upphafs Islandsbyggð-
ar, er minnzt í öllum fornum gerðum annála nema Víðidals-
tunguannál. Samkvæmt vestlenzku annálunum hófst byggð
landsins árið 874, og svo er einnig talið í Skálholtsannál og
Breiðabólstaðarannál, en í Þingeyraannál og Gottskálksannál
er ártalið 875. Hér eins og víðar hefur Gottskálksannáll að
sjálfsögðu farið eftir Þingeyraannál. Nú er það eftirtektar-
vert, að Þingeyraannáll hefur aðra timasetningu en Skálholts-
annáll, þótt Skálholtsannáll styðjist við frumgerð Þingeyra-