Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 76
66
Bjarni Guðnason
Skirnir
hugsjón hetjualdar og þar með siðfræði hefndarinnar. 1 Heil-
agri ritningu kemst Matteus guðspjallamaður svo að orði:
En slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú
einnig hinni að honum.
Reyndar er þessi lífsregla of háleit, til þess að venjulegir
dauðlegir menn breyti eftir henni, en orð guðspjallamanns-
ins ásamt fleiri ritningarstöðum sýna og sanna, að fyrirgefn-
ing er grundvallaratriði í siðakerfi kristninnar (sbr. t. d.
Matteus 6:14-15). Hefndarsiðferði heiðni er í raun og veru
ósættanlegt fyrirgefningarhoði kristni.
Það er lærdómsríkt til þess að vita, að eftir mesta trúar-
skáld þjóðarinnar í lútherskum sið, sjálft Passíusálmaskáldið,
skuli liggja slikt kvæði sem Aldarháttur. Ef það væri höf-
undarlaust í handritum, hygg ég flesta mundu kinoka sér
við að eigna það sálmaskáldinu. Kæmu þar til forneskjuleg
siðferðiviðhorf kvæðisins. Þannig hafa menn a. m. k. leyft
sér að draga ályktanir af siðaskoðunum íslendingasagna um
stétt höfunda. Ég skal nefna eitt dæmi: Hrafnkels sögu Freys-
goða.
Finnur Jónsson og Hermann Pálsson ætla höfund hennar
andlegrar stéttar, en Sigurður Nordal og Jón Jóhannesson úr
höfðingjatölu. Engin ástæða er til þess að tilfæra orð þeirra,
en hugsun þeirra er eitthvað á þessa leið: Gæti lítt kristilegr-
ar lífsskoðunar, er höfundur veraldlegrar stéttar, bóndi eða
höfðingi. Bryddi hins vegar töluvert á kristilegu hugarfari, er
höfundur andlegrar stéttar, klerkur. Við þetta er ýmislegt
að athuga. Meginatriði hlýtur þó að vera, að fomaldardýrkun
og hetjuhugsjón fara ekki eftir stéttum. Á það má og benda,
að prestlærðir menn tóku oft þátt í valdastreitu 13. aldar,
kunnu góð skil á refskák stjórnmálanna og höfðu því aðstöðu
til að semja sögu með veraldlegum og raunsæjum blæ. Á
hinn bóginn var kristilegur hugsunarháttur engin einkaeign
andlegrar stéttar manna. Þegar öllu er á botninn hvolft, er
mjög óvarlegt að geta sér til um stétt höfundar af siðgæðis-
hugmyndum einum. Og út yfir tekur, þegar menn fullyrða
af sömu ástæðu, að höfundar Islendingasagna séu annaðhvort
eingöngu klerkar eða höfðingjar. Ég held, að tími sé til kom-