Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 132
122
Sveinn Einarsson
Skirnir
enn í hennar stað komu þessi gleðispil. Þá voru og valdir
æðstu ráðherrar •—• enn ekki háir embættismenn, svo sem:
utanríkis ráðherra, Cancelleri, Dróttseti o. s. frv.
Og af því að sú franska stjómarbilting var um þau ár að
enda, þótti vel við eiga, að sá sem valinn var konúngur,
segði af sér sama daginn, sem hann var krýndur, til þess
þjóðin feingi að njóta þeirrar gleði að stjórna sér sjálf.
Þannig em þessi gleðispil tilorðin, og sannast þá, að til
hvorrar sögu verður að bera nokkuð“.
Séra Árni segir hér beinlínis, að gleðispilin hafi komið í
stað prédikunarinnar, sömuleiðis, að meira hafi verið gert
af því að kjósa embættismenn, eftir að til Reykjavíkur kom.
Biskup hefur misst töluvert af merkilegheitum sínum, kon-
ungur er hins vegar meir en fyrr höfuðpaur krýningarat-
hafnarinnar. Árni Helgason má gjört um þetta vita; þótt
hann skrifi frásögn sina hálfri öld eftir, mun honum varla
skeika í höfuðgreinum. Hann tók þátt í Herranæturhaldi
rétt fyrir aldamótin og er meðal leikenda, þegar leikrit Sig-
urðar Péturssonar eru flutt í fyrsta sinn á Herranótt, Hrólf-
ur á jólum 1796, Narfi eftir nýár 1799. Hvenær Brandur
eða Bjarglaunin, eins og leikur Geirs biskups heitir öðm
nafni, var fyrst fluttur á Herranótt er óvíst. Lárus Sigur-
björnsson hefur getið þess til, að það hafi verið 1791, þegar
Sveinn Pálsson var viðstaddur, og það er hugsanlegt, þó að
sannanir skorti. Hver önnur atriði úr gamanleik hafa verið
flutt á Herranótt, er einnig ókunnugt. En sennilegra þykir
mér, að Sveinn Pálsson hefði getið þess, ef þar hefði verið
flutt verk Geirs Vídalíns. En hver skyldu þá hin atriðin úr
gamanleik hafa verið?? 1 Brandi má kenna áhrif frá dönsk-
um leikskáldskap, nánara tiltekið úr söngvaleik Jóhannesar
Ewalds Fiskerne, sem höfundur getur mætavel hafa séð leik-
inn á Konunglega leikhúsinu, og leikrit Sigurðar Péturssonar
bera með sér, að hann hefur þekkt vel til Holbergs. Það má
geta sér þess til, að skólapiltar hafi borið við að þýða atriði
úr leik eftir Holberg eða annan höfund, sem borizt hefur
að utan; kannski þeir hafi sjálfir reynt að setja saman atriði
úr gamanleik. Þetta eru getgátur.