Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 117
Skírnir
Helgileikir og herranætur
107
ingu kirkjunnar. Gerðar voru þannig æ meiri kröfur um
áþreifanlega leikmuni. Leikurinn hefur ugglaust verið stíl-
færður, hátíðlegur, en ekki leið þó á löngu, áður en þeirrar
veruleikalíkingar var krafizt, að þeir prestar eða munkar,
sem fóru með hlutverk kvenna í leiknum, sveipuðu andlit
sín slæðum.
Helgileikirnir urðu æ umfangsmeiri, ekki sízt passíuleik-
irnir, þar skiptust á alvarleg atriði og gamansemi, sem auð-
vitað gerðu lýsinguna meira lifandi, án þess þó að spilla
hinum uppbyggilega boðskap; atriðin urðu mannmörg og
kröfðust rýmis. Um svipað leyti og textinn er að færast yfir
á mál alþýðunnar, á önnur mikilvæg breyting sér stað: leik-
imir hafa sprengt af sér leiksvæði sitt, þeir eru fluttir út
úr kirkjunum. Þetta er um miðbik 13. aldar eða litlu síðar.
Það er leikið á tröppum kirknanna og loks á torgum fyrir
framan þær.
Á 14. og 15. öld er blómaskeið helgileikja miðalda. Þetta
em orðnir mikilfenglegir leikir, sem krefjast mikils og marg-
víslegs undirbúnings, ekki sízt mysteríuleikirnir, en flutn-
ingur þeirra tók stundum nokkra daga. Mysteríuleikir — á
frönsku mystére —■, nafnið er dregið af latínunni minister-
ium sacrum, sem haft er um ýmis fastákveðin atriði í helgi-
siðum kirkjunnar — mysteríuleikirnir voru ákaflega marg-
víslegir að efni, flestar frásagnir heilagrar ritningar fengu
þar leikrænt form, en efni þeirra gat meira að segja verið
veraldlegt, sögulegt eða þviumlíkt, ef gætt var þess, að heild-
arboðskapur verksins væri í kristilegum anda. Þannig er til
veraldlegur mysteríuleikur um fall Tróju, og ævi heilagrar
Jóhönnu varð mysteríuskáldi snemma að yrkisefni.
Tvær aðrar höfuðtegundir helgileikja, sem hver um sig
áttu sitt blómaskeið á þessum tíma, eru miracles — krafta-
verkaleikir — og moralités — siðbótaleikir. 1 kraftaverka-
leikjum segir gjarna frá hinum mörgu dýrlingum kaþólsku
kirkjunnar: söguþráðurinn gat orðið æðiveraldlegur og jafn-
vel falið í sér samtíma þjóðlífslýsingu, en dýrlingur birtist
gjama undir lokin eins og deus ex machina og beindi þá
hinum villuráfandi sögupersónum inn á réttar brautir fyrir