Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 66
56
Hermann Pálsson
Skímir
bókinni, og þau verður auk þess að bera saman við þá ann-
álsgerð (Þingeyraannál), sem hlítir mest tímatali Ara.
Um ævi Haralds hárfagra verður þetta numið af íslend-
ingabók: 1) Hann verður áttræður. Með þessu er einungis
sagt, að hann hafi náð áttræðisaldri, en á hinn bóginn verð-
ur ekki staðhæft nákvæmlega, hve gamall hann varð. Orð
Ara geta að sjálfsögðu merkt það, að Haraldur kæmist nokk-
ur misseri á níræðisaldur. 2) Haraldur féll frá einu eða
tveim árum eftir að Hrafn Hængsson tók lögsögu. Sam-
kvæmt tímatali Ara hefur Haraldur því átt að andast árið
931 eða 932. f Þingeyraannál segir, að Haraldur andaðist
árið 931. Samkvæmt þessu hefur Haraldur átt að fæðast ekki
síðar en 851, en hefur getað fæðzt nokkrum misserum fyrr.
3) Ari segir, að Haraldur ríkti um sjötíu ár. (4) Nú telur
Þingeyraannáll, að Haraldur hafi komið til ríkis árið 858 og
gert Eirík að yfirkonungi árið 928, og kemur þetta heim við
fslendingabók. 4) Ari segir, að fngólfur færi fyrst til íslands,
þegar Haraldur var sextán (xvi) vetra að aldri, og brýtur
þetta í bága við önnur timatalsákvæði íslendingabókar og
einnig við Þingeyraannál. Ur því misræmi, sem stafar af
þessu ákvæði, verður ekki leyst, nema ráð sé gert fyrir því,
að talan sextán (xvi) sé röng. Mér hefur því komið til hug-
ar, að í frumriti Ara hafi ekki staðið, að Haraldur væri xvi
vetra að aldri, þegar Ingólfur fór fyrst til íslands, heldur
xxi. Með þessari einu og smávægilegu leiðréttingu á texta
fslendingabókar fellur allt í ljúfa löð. Þá fæst fullt samræmi
í tímatali íslendingabókar sjálfrar, og á hinn bóginn má
heita, að þetta sé nákvæmlega sama tímatal og er í Þing-
eyraannál. Sést þetta bezt, ef annállinn er tekinn til saman-
burðar við íslendingabók.
Þingeyraannáll telur, að Haraldur sé fæddur árið 848,
komi til ríkis 858, geri Eirík yfirkonung 928 og andist 931.
Síðasta ártalið er hið sama og hjá Ara („einum eða tveim
vetrum“ eftir lögsögumannskjör Hrafns Hængssonar). Og
orð Ara, að Haraldur yrði áttræður, koma einnig heim við
annálinn, þar sem Haraldur hefði átt að andast áttatíu og
þriggja ára að aldri (848—931), ef ákvæðum beggja heim-