Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 196
EINAR ÓL. SVEINSSON:
SAMTÍNINGUR.
20.
Allir kannast við orðskviðinn: GóS meirúng enga gerir stoS. Að jafn-
aði er hann hafður um muninn á vilja og verki; góður vilji einn sér er
allt annað en einhlítur, til þess að vel fari.
Eða ætti að kalla Jietta tilvitnun í bók, fleygt orð? Því að flestir munu
þykjast vita, að þetta sé í Passíusálmunum, og næsta vísuorðið sé: gilda
skal meira drottins boS. Þetta ætti því að merkja, að boð drottins væri
meira vert en góð meining.
Þessi orðskviður eða fleyga orð á sér eihkennilega sögu. Það var í önd-
verðu prentvilla!
1 22. passíusálmi segir séra Hallgrímur frá þeim sið Gyðinga að náða
einn sakamann á páskahátiðinni til minningar um frelsun þeirra úr
Egiptó. Eftir að þeir voru komnir á vald Rómverja, fengu þeir að halda
þessum sið og kjósa, hvaða sakamann þeir vildu náða. Ritningin segir,
að nú máttu J>eir velja, hvort Pílatus skyldi gefa líf Kristi eða Rarrabasi.
Auðvitað kusu þeir þá að náða Rarrabas og báðu Pílatus sem ákaflegast
að krossfesta Krist. Svo hrapallega fór um þá minningarvenju, sem átti
sér enga stoð í boðum drottins. Víkur séra Hallgrimur þá orðum sínum
að venjum, sem tiðkast til minningar um liðna atburði, og segir svo:
„Góð minning enga gerir stoð, gilda skal meira drottins hoð.“ Svo stend-
ur í eiginhandarriti hans.
En í fyrstu útgáfu Passíusálma, sem gerð var árið 1666, slæddist inn
prentvillan: meirúng í staðinn fyrir minrúng. Hélzt hún síðan í fjöl-
mörgum útgáfum, unz hún var leiðrétt eftir handriti höfundar sjálfs.
En svo mikið lán fylgdi Passíusálmunum, að jafnvel prentvilla í J>eim
varð að spakmæli!
21.
Ebenezer Henderson segir svo frá Goðaborg, fjalli einu skammt norð-
ur frá Hofi í Öræfum:
„Lítið eitt norður þaðan sýndu menn mér hátt, hvitt, keilulaga fjall.
Uppi á tindi Jæss er altari, og er það mikill ferhymdur steinn, dálítið
íhvolfur í miðju. Þar voru höfð um hönd mannblót. Þessi staður var
kallaður Goðaborg.“ 2)
1) E. Henderson: Iceland, 1818, I, bls. 255. Ölafur Briem meistari
benti mér á þetta.