Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 170
152
Aðalgeir Kristjánsson
Skirnir
kálfa. Aron og Hafþór móðurbróðir hans voru að Valshamri
á kosti Vigfúss, er þar bjó. Sturla Sighvatsson kom þangað
með fimmtánda mann. Hafþór fór heim að bæ á njósn, en
Eiríkur birkibeinn kom að honum og hjó á aðra kinnina, og
var það banasár.
Hljóp Eiríkr þá inn ok sagði, at hann hefði drepit einn
fjandann. (Sturl. I, bls. 307).
f Arons sögu er svo frá greint, að Aron komst á braut und-
an mönnum Sturlu, en var sár eitt á kálfanum, er skotið var
eftir honum spjóti. (Sturl. II, bls. 207).
Gísli og Þórður huglausi flýja undan Berki digra, og Þor-
grímur Austmaður skýtur spjóti á eftir Þórði huglausa, sem
er í kápu Gísla, og beið Þórður bana af, en Börkur hugði,
að þar væri Gísli fallinn, unz að var gáð. Gísli komst til
skógar, en menn Barkar komu á eftir.
Ok er þeir koma at skóginum, þá sér Þorgrímr Aust-
maðr, hvar limit hrœrisk í einum stað, ok skýtr spjóti
á gagngQrt, ok kemr í kálfann á Gísla. (fsl. fomr. VI,
bls. 66).
Svipað gerist, þegar Gísli bjargast undan Berki digra frá
Hergilsey.
Bprkr skýtr eptir honum spjóti ok kom í kálfann á hon-
um ok skar út ór, ok varð þat mikit sár. (fsl. fornr. VI,
bls. 86).
Einn af fimmtán fellur fyrir útlögunum, en þeir bjarg-
ast undan.
Aron hljóp þá at Korn-Bimi ok hjó til hans með saxinu
ok brá eigi. Björn rasaði við, en Aron hljóp af túninu
ok yfir ána ok hvarf þeim þá í myrkrinu. (Sturl. I, 307).
Var nú Aron staddr í svá miklum háska sem heyrast
má ok verðr þó með öllu ekki bilt, kastar þá buklaran-
um, en ekki var ráðrúm til at bregða saxinu. Reiðir
hann þat þá upp tveim höndum ok hleypr at fylgdar-
manni Sturlu, er Bjöm hét, ok heggr til hans báðum
höndum, ok kemr í stálhúfuna, svá at hann fell þegar,
sem hann væri drepinn niðr. Aron hleypr þegar á hann
upp ok út ór mannhringinum. (Sturl. II, bls. 267).