Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 40
38
Aslak Liestal
Skírnir
hlýtur skah á rúnaristunni að vera misritun.6) Hins vegar er
mjög erfitt að finna nokkra skynsamlega skýringu á slíkri
misritun. Bæði „prentvillur“ og afritaraglöp virðast ósenni-
leg í þessu sambandi. Áðurnefndur mislestur g og S, en hér
í öfugri röð, gæti að líkindum komið til greina, en þá verð-
ur að hugsa sér ritaðan millilið með bókletri, og til þess virð-
ist naumast vera nein sérstök ástæða. Það ætti þá að hafa
verið einhver svartagaldurssyrpa, blað, sem þessi galdur hef-
ur verið skrifaður á, ellegar þá kannske Edduhandrit. Mín
skoðun er sú, að við verðum eftir sem áður að sætta okkur
við, að hér sé um orðstofninn skag að ræða. Hvað í honum
kann að felast, er svo annað og mjög torsótt mál, sem ég
skal ekki fjölyrða um hér.7)
1 þeirri vísu Helgakviðu, þar sem scass kemur fyrir, er
einnig annað óskýranlegt orð, svevis, sem samsvarar orðinu
lævis í rúnaristunni. Einnig hér er hægt að hugsa sér, að
svevis sé mislestur fyrir lœvis. I hefur verið lesið sem langt
s, J, og fremur ógreinilegt æ sem ve. En sé þetta rétt, rofnar
ljóðstafasambandið við sakar, og því hef ég stungið upp á,
að það orð sé mislestur eða leiðrétting fyrir lqk(k)ur, sem
mun hafa merkt töfrasöng.8) Að mislesturinn J — 1 hafi
getað verið meira en hugsanlegur, er berlega sýnt í næsta
erindi Helgakviðu, þar sem á nesi Sagv samsvarar á Lága-
nesi í Völsungasögu. Auk þessara athugasemda um texta,
sem áletrunin gefur tilefni til, koma hún og önnur drótt-
kveðna vísan fram með nýtt orð og þar með nýtt vandamál,
nefnilega „iolun“ (ef. ioluns), sem ef til vill mun reynast
orðskýringamönnum hart undir tönn, en vera má, að það
sé í einhverjum tengslum við ioll i Lokasennu 3. Það orð er
einnig óskýrt, en auk þess er það grunsamlegt, þvi að eitt-
hvað hefur verið skafið út fyrir framan það í Codex Regius.
Hvað sem segja má um þessar einstöku skýringartilraunir,
stendur sú staðreynd óhögguð, að þessi áletrun okkar á sér
6) Anzeiger fur Deutsches Altertum und Deutsche Literatur, LXXV,
4, bls. 147.
7) Sbr. Viking 1963, bls. 44 o. áfr.
8) Sbr. Dag Strömbáck, Sejd, Stokkh. 1935, bls. 138 o. áfr.