Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 111
Skírnir
Um eina jarlsvísu og konungsbréf
101
er oss nú virðist, misskilið kveðskap þann, er þeir studdust
við í verkum sínum.
Vísa Rögnvalds segir það eitt, að hann hafi séð ganga sam-
an í einum hóp sextán (konur), kollóttar og (með) topp í
enni. Og hann segir ennfremur: Vér bárum það vitni, að
hér vestur séu flestar kollóttar meyjar (þ. e. að munkar séu
hvergi fleiri en þar). Sú ey (Papey in meiri, er þeir komu
frá) liggur út við élum.
Ef vér víkjum nánara að hárskurðarlagi því, sem lýst er í
vísunni, hyggur Magnús Már Lárusson, að þar sé um að
ræða lag, er kennt var við heilagan Jóhannes guðspjallamann.
Hefur Magnús bent mér á lýsingu á því í riti eftir Archdale
A. King: Liturgics of the Past, London 1959, 198.—199. bls.
King getur þess, að menn viti ekki nákvæmlega, hvemig lag
þetta hafi verið, en um það séu tvær tilgátur helztar og hin
líklegri á þessa leið: Hárið var sítt í hnakkanum, en síðan
kom hálfur hárkragi yfir hvirfilinn milli eyrna og loks allt
skafið þar fyrir framan. Telur King þetta lag hafa verið æva-
gamalt með Keltum. -— Magnús Már hefur einnig bent mér
á lýsingu Hákonar sögu Hákonarsonar á hinum helga Kol-
umba, er hann ásamt Ólafi helga og Magnúsi jarli birtist Al-
exander Skotakonungi í draumi: — inn þriði var miklu þeira
ófrýnligastr; sá var mjok framsnoðinn (Fms. X, 35).
Rögnvaldur jarl og menn hans sjá munkana sennilega
álengdar, veita því þegar athygli, hve nauðrakaðir þeir eru
í framan, en hárkraginn yfir hvirfilinn virðist þeim í fljótu
bragði vera eins konar toppur. Þeim þykja þeir og heldur
ókarlmannlegir, og fyrr en varir, hefur Rögnvaldur jarl ort
um þá háðulega vísu, þar sem hann kallar þá kollóttar meyjar.
Vér sjáum ekki munka oft getið eftir þetta í sögu Rögn-
valds jarls. f 95. kap. Orkneyinga sögu er frá því sagt, að
Sveinn Ásleifarson og menn hans tóku í Hellisey „byrðing
einn fornan .. ., er munkar áttu“. Og í 97. kap. sjáum vér,
að Jón vængur fór „í Eyna helgu ok tók þar Ólaf, son Sveins
Ásleifarsonar, fóstra Kolbeins hrúgu, ok fór með í Vestrey".
En ætla verður, að munklífi hafi verið í Eynni helgu og
Ölafur verið þar til náms.