Skírnir - 01.01.1972, Page 7
ÞORBJÖRNBRODDASON
Um dreiíingu bóka
á íslandi og í Svíþjóð
Nokkrar niðurstöður rannsólma
Árið 1968 hófust á þremur Norðurlöndum rannsóknir á dreifingu
nýútkominna bóka. Rannsóknirnar fóru fram á vegum Norræna
sumarháskólans, en Norræni menningarmálasj óðurinn greiddi
kostnað af þeim.
Rannsóknirnar fóru fram um svipað leyti á íslandi, í Sviþjóð og
Finnlandi. Harald Swedner, dósent við háskólann í Lundi, hafðiyfir-
umsjón með öllum rannsóknunum, en ég sá um framkvæmd þeirra
hér á landi og í Svíþjóð. Ég mun hér á eftir rekja nokkrar helztu
niðurstöður íslenzku og sænsku rannsóknanna með aðaláherzlu á ís-
lenzka hlutann. Þótt þessi greinargerð sé samin af mér þá eru nið-
urstöðurnar að hluta imnar í náinni samvinnu við Harald Swedner.1
Tilgangur rannsóknanna var að afla upplýsinga um hvernig fólk
keypti ákveðnar tegundir bóka, hvaða önnur sameiginleg einkenni
fylgdu svipuðum bókmenntasmekk og hvernig vitneskja um nýjar
bækur bærist til fólks.
GAGNASÖFNUNIN
Aðferðin, sem var beitt við gagnasöfnunina, var í stuttu máli á
þá leið að spurningalistar voru lagðir inn í öll fyrstu eintök nokk-
urra nýrra bóka áður en þeim var dreift til verzlana. Hverjum
spurningalista fylgdi bréf til skýringar og áritað umslag, sem þeir
sem svöruðu voru beðnir að endursenda spurningalistana í, sér að
kostnaðarlausu. I töflu 1 er gerð grein fyrir heitum bókanna, sem
við notuðum, bókafjöldanum, sem við lögðum spurningalistana í,
tímabilinu, sem gagnasöfnunin tók, og svarshlutfallinu fyrir hverja
bók.2