Skírnir - 01.01.1972, Síða 8
6 ÞORBJÖRN BRODDASON SKÍRNIR
ViS settum okkur það mark í upphafi að bækurnar, sem við not-
uSum skyldu allar vera eftir viSurkennda höfunda, þrjár í hverju
landi, ein skyldi vera ljóSabók, en tvær skáldsögur, sín meS hvoru
sniSi.
Okkur var mikill vandi á höndum viS val bókanna. ViS vorum
bundnir viS ákveSinn tíma og urSum því aS aSlaga kröfur okkar
þeim bókakosti, sem bauSst þegar gagnasöfnun hófst á hverjum
staS.
Islenzku bækurnar sem valdar voru til rannsóknarinnar voru
skáldsögurnar Aiina eftir GuSberg Bergsson og / álögum eftir
Magneu frá Kleifum og ljóSasafniS Innlönd eftir Hannes Pétursson.
í SvíþjóS voru valdar skáldsögumar Legionarerna eftir Per Olov
Enquist, Bestsellern eftir Márten Edlund og Teresa eftir Bengt
Söderbergh og ljóSasafniS Partitur eftir Gunnar Ekelöf.3
Skýringin á því aS fjórar bækur eru taldar frá SviþjóS er sú aS
viS gerSum forathugun á bók Enquists, Legionarerna, og breyttum
sænsku spurningalistunum verulega í ljósi reynslunnar af forathug-
uninni. íslenzku listarnir eru hins vegar aS mestu samhljóSa spurn-
ingalistunum, sem voru lagSir í Legionárerna. Tölurnar um fjölda
seldra eintaka eru áætlaSar í flestum tilvikum þar sem ógerningur
reyndist aS afla nákvæmra upplýsinga frá öllum aSilum um söluna.
Agizkanirnar eru þó studdar rökum og full ástæSa til aS ætla aS
þær fari mjög nærri lagi.
Jafnframt skriflegu spurningunum, sem voru lagSar í bækurnar,
átti ég viStöl viS alla kaupendur eSa eigendur þessara sömu ís-
lenzku bóka, sem til náSist í tveimur kaupstöSum úti á landi. ViS-
tölin átti ég bæSi til þess aS afla ýtarlegri upplýsingar en unnt var
aS afla meS skriflegu spurningunum, sem urSu óhjákvæmilega aS
vera fáar og fáorSar, en einnig til þess aS afla samanburSarefnis
ef heimtur yrSu slæmar á spurningalistunum, sem fylgdu bókun-
um. ViSræSukönnun fór aSeins fram á íslandi, en ekki í SvíþjóS.4
Eins og tafla 1 ber meS sér er svarshlutfalliS í öllum tilvikum
mjög lágt þótt nokkur munur sé á milli bóka. Af þessari ástæSu er
nauSsynlegt aS taka skýrt fram, aS þær niSurstöSur, sem hér verSa
ræddar á eftir, gilda einungis um hinn litla hluta kaupenda bók-
anna, sem gerSi sér þaS ómak aS svara spurningunum, en þær
verSa ekki alhæfSar um alla kaupendur bókanna á því tímabili,