Skírnir - 01.01.1972, Side 10
8 ÞORBJÖRN BRODDASON SKÍRNIR
sem um ræðir. Hóparnir, sem ekki svöruðu, meðal kaupenda hverr-
ar bókar, kunna að vera frábrugðnir þeim, sem svöruðu í einhverj-
um mikilvægum atriðum, svo sem að því er varðar aldurshlutföll,
hlutföllin milli kynja, menntun, lestrarvenjur o. s. frv.
Að gerðum þessum fyrirvara vil ég þó geta þess, að í viðræðu-
könnuninni, þar sem heimturnar urðu miklu betri, bar niðurstöð-
um í mikilvægum atriðum saman við skriflega hlutann. T. d. eru
karlar í skýrum meirihluta meðal kaupenda Innlanda og Onnu í
báðum hlutum, en kaupendur I álögum eru aftur að meirihluta kon-
ur í báðum hlutum. Að vísu er meirihluti þeirra miklu skýrari í við-
ræðuathuguninni, sem bendir til þess að ef til vill hafi karlar verið
hlutfallslega iðnari en konurnar við að svara skriflegu spurningun-
um varðandi þá bók. Varðandi þá spurningu hvort bókin hafi
verið keypt til gjafa er einnig góð samsvörun milli skriflegu svar-
anna og viðræðusvaranna. Þessi atriði og ýmis önnur benda til
þess að með hófsamlegri túlkun á niðurstöðum þessarar rannsókn-
ar megi fara nokkuð nærri heildarmyndinni, sem ekki tókst að ná.
ORSAKIR LÍTILLAR ÞÁTTTÖKU
Eg tel rétt að gera hér grein fyrir nokkrum ástæðum, sem geta
legið að baki hinum daufu undirtektum bókakaupendanna við
spurningum okkar.
Þessi rannsókn var að því leyti sérstæð meðal félagsfræðilegra
rannsókna, að ekki var unnt að hafa samband öðru sinni við þá
sem leitað var til, ef þeir svöruðu ekki fyrstu tilmælum. Þegar stór-
um hópum manna eru sendar skriflegar spurningar, er venjan sú
að ítreka tilmælin um þátttöku við alla þá, sem ekki hafa svarað
eftir ákveðið tímaskeið. Að liðnum nokkrum tíma til viðbótar er
stundum enn ítrekað við þá, sem þá hafa ekki svarað. Með þessu
móti er oft unnt að ná viðunandi svarshlutfalli. I þessari rannsókn
var, eins og fyrr segir, ómögulegt að beita ítrekunum af þeirri
ástæðu að við vissum ekki í hverra höndum bækurnar lentu.
Þótt þessi aðferð, með skriflegum spurningalistum, sé jafn-
an talin óvænlegri til árangurs en viðtalaaðferðin, þar sem
rætt er persónulega við hvern þátttakanda, kom aldrei til greina