Skírnir - 01.01.1972, Side 22
20 ÞORBJÖRN BRODDASON SKÍRNIR
SF. Það skýrir þó ekki að hlutfallslega sexfalt fleiri kaupendur
(karlkyns) eru í SF 1 meðal kaupenda Innlanda en meðal kaup-
enda I álögum. Það er því svo að sjá sem röðun í starfsálitsflokka
hafi nokkurt forsagnargildi fyrir bókmenntasmekk viðkomandi.
í sambandi við þetta er rétt að athuga 10. töflu, sem greinir frá
lestri kaupenda bókanna þriggja á nokkrum öðrum bókum. Hér
undirstrikast enn betur en áður munurinn milli kaupenda I álögum
og kaupenda hinna bókanna tveggja. Varðandi hverja einstaka bók
í töflu 10 lenda kaupendur í álögum í lægsta sæti og aðeins ein
þeirra (Þjófur í Paradís) var lesin af fjórðungi þeirra. í viðræðu-
könnuninni var tveimur bókum bætt við þennan lista. Tafla 11
greinir frá dreifingu svara við þeirri spurningu. Sú tafla byggist að
vísu á mjög fáum einstaklingum, en hún kemur mjög heim við 10.
töflu, en eins og sjá má setja viðbótarbækurnar tvær, Sjúkrahús-
læknirinn og Náttmálaskin strik í reikninginn, því þar eru kaup-
endur 1 álögum snögglega komnir í fyrsta sæti. Tölurnar, sem birt-
ast í töflum 10 og 11, koma væntanlega ekki á óvart. Ég tel það
samt umhugsunarvert, sem þær gefa í skyn, að Islendingar eigi
sér ekki eina heldur tvær eða fleiri bókmenntahefðir. Niðurstöð-
urnar hér að framan gefa ákveðna vísbendingu um nokkur fé-
lagsleg einkenni þeirra, sem aðhyllast ólíkar hefðir (eða tilheyra
ólíkum félagslegum sviðum svo vísað sé til orðalags, sem var
viðhaft hér að framan).
Ein spurning, sem hlýtur að vakna í þessu sambandi, er hvort
þessi „klofningur“ sé nýtilkominn, hvort þetta sé eitt einkenni
meðal fleiri um aukinn félagslegan aðskilnað meðal íslendinga eða
hvort þessi svið hafi alla tíð verið aðskilin með einhverjum hætti.
Onnur spurning er hvert sé hlutfallslegt fylgi hvorrar hefðar. Bæk-
urnar þrjár, sem eru hér til umræðu, seldust allar í ámóta eintaka-
fjölda. En samkvæmt niðurstöðum viðræðukönnunarinnar er mikill
munur milli bóka á því hve hvert eintak gengur milli margra.
Þannig reyndist hvert eintak af Innlöndum hafa verið lesið af 1.7
einstaklingum að meðaltali, hvert eintak Ónnu hafði verið lesið af
1.3, en hvert eintak af 1 álögum hafði verið lesið af hvorki meira
né minna en 5.6 einstaklingum að meðaltali samkvæmt viðræðu-
könnuninni. Þetta sýnir glögglega að seldur eintakafj öldi er fjarri
því að vera einhlítur mælikvarði á „útbreiðslu“ bókar, og um leið