Skírnir - 01.01.1972, Page 24
22
ÞORBJORN BRODDASON
SKÍRNIR
þeirrar bókmenntahefðar, sem hver bók er fulltrúi fyrir. Hér má
einnig nefna að yfir 20% kaupenda I álögum sögðust hafa lesið
fleiri en 50 hækur „síðustu 12 mánuðina“, en fyrir bæði kaup-
endur Innlanda og Önnu er þetta hlutfall undir 20%. Hjá kaup-
endum sænsku bókanna er þetta hlutfall í öllum tilvikum hærra en
20% og í einu tilviki (Partitur) yfir 30%.
Eitt mikilvægt atriði varðandi ólíkar bókmenntahefðir er hvernig
menn komast að raun um tilvist hókar. Þær upplýsingar, sem við
öfluðum um það atriði styðja enn frekar hugmyndina um aðskilin
svið bókanotenda. 12. tafla gefur yfirlit yfir þetta atriði varðandi
þrjár mikilvægustu leiðirnar fyrir kaupendur hverrar bókar. (Fyrir
Partitur er aðeins getið einnar vegna þess að hún yfirgnæfði ger-
samlega allar hinar).
Skýringin á því að dagblaðagreinar vöktu oftast fyrstu athygli á
Innlöndum og Önnu en ekki í álögum er einfaldlega sú að útkoma
hinnar síðarnefndu þótti litlum tíðindum sæta meðal fréttamats-
manna dagblaðanna, en hins vegar var mjög rækilega sagt frá út-
komu hinna tveggja. T. d. birti Morgunblaðið heilsíðuviðtal við
höfundinn í tilefni af útkomu Innlanda. Eina dagblaðsfréttin, sem
mér tókst að finna um í álögum var stutt innsíðufrétt (samtals 20
línur) í Morgunblaðinu um að téð bók ásamt annarri frá sama út-
gáfu fyrirtæki, væri komin út. I álögum var auglýst töluvert í blöð-
um, en Innlönd sáralítið. Skýringin á því hve hljóðvarpið kemst
ofarlega á listann er að nokkru lestur úr nýjum bókum fyrir jólin,
en að nokkru bókaþættir á sunnudagsmorgnum, sem voru fluttir á
þessum tíma. Þess má geta að fólk virtist hagnýta sér jólalestur
útvarpsins talsvert.
Ritdómar virðast ekki gegna fréttahlutverki á íslandi. Þetta tákn-
ar vitaskuld ekki að ritdómar séu ekki lesnir, heldur aðeins að
fréttin um bókina hefur borizt áður en ritdómurinn var lesinn. í
Svíþjóð virðast ritdómar aftur jafnframt gegna fréttahlutverki.
Allar sænsku bækurnar voru greinilega taldar verðar ritdóms.
Sama gildir um bæði Innlönd og Önnu, en því var hins vegar ekki
að heilsa með í álögum. Að þessu leyti gera dagblöðin lesendum
sínum mjög mishátt undir höfði. Bein afleiðing af því er að allir
lesendur Innlanda og Önnu í viðræðukönnuninni sögðust lesa
bókagagnrýni dagblaðanna, en aðeins 13 af 22 lesendum I álögum.0