Skírnir - 01.01.1972, Page 27
SKÍRNIR
DREIFING BÓKA
25
„Bókasiðir“ eru því greinilega allólíkir í Svíþjóð og á íslandi.
Islendingar eru iðnari við útgáfu bóka, en ekki er fullvíst að þeir
lesi svo miklu meira þrátt fyrir það.
Eins og getið var í upphafi er ýmsum annmörkum háð að draga
ályktanir af þessari rannsókn. Ég tel samt að hún hafi varpað ljósi
á suma þætti íslenzkrar bókmenningar. Menningarleg og félagsleg
tengsl endurspeglast í bókavali, en mér virðist að til þessa hafi að-
eins að hluta verið samræmi milli bókanotkunar almennings og
opinberrar bókmenntaumræðu. Ef til vill er engin ástæða til að
breyta því, en ekki sakar að gera sér grein fyrir hvernig málum er
háttað á þessum vettvangi.
1 Við undirbúning rannsóknarinnar hér á landi nutum við aðstoðar þeirra rit-
stjóranna Sigurðar A. Magnússonar og Olafs Jónssonar. Ragnar Jónsson og
Geir S. Björnsson bókaútgefendur veittu okkur góðfúslega leyfi til að dreifa
spurningalistum með bókum, sem þeir gáfu út. Fyrirgreiðsla þeirra var und-
irstaða þess að rannsóknin gæti farið fram.
2 Spurningalistinn sem fylgdi íslenzku bókunum var á þessa leið. Ath. að
seinni hluti listans er styttur hér.
FÁEINAR SPURNINGAR TIL KAUPANDA ÞESSARAR BÓKAR
EÐA ÞESS, SEM HEFUR IIANA NÚ í HÖNDUM
Eftirfarandi spurningum, bæði hluta I og II, er kaupandi þessarar bókar
beðinn að svara. Ef kaupandinn hefur ekki sent svörin af einhverjum ástæð-
um er mjög mikilsvert að sá eða sú, sem hefur nú tekið við bókinni, veiti upp-
lýsingar um kaupandann og um sig sjálfan (sem viStakanda). Eltki er óhugs-
andi að svarandinn eigi örðugt með að leysa úr einhverjum spurningum, en
engin ástæða er til að láta það aftra endursendingu spumingalistans.
Sums staðar eru gefin nokkur ólík svör við spurningunum. Þar er ætlazt til,
að svarandinn merki með X í ferhyrnda reitinn fyrir frarnan það eða þau
svör, sem eru réttust hverju sinni. Sums staðar er einnig punktalína í svarinu
og þar er óskað eftir, að svarandinn skrifi viðeigandi tölu eða orð. Svarið „Ég
get ekki svarað spurningunni“ á fyrst og fremst að nota þegar svarandinn veit
ekki viðkomandi atriði varðandi hinn aðilann (viðtakandann eða kaupandann
eftir því, sem við á).
FYRRI HLUTI: UPPLÝSINGAR UM KAUPANDA:
1. Hvenær var þetta eintak bókar- □ í ..........mánuði árið .......
innar keypt? □ Ég get ekki svarað spurningunni.
2. Hvar var bókin keypt? Nafn verzlunarinnar: .............
Nafn staðarins .....................
□ Ég get ekki svarað spumingunni.