Skírnir - 01.01.1972, Page 30
28
ÞORBJORN BRODDASON
SICIRNIR
3 Lesendur þekkja væntanlega deili á íslenzku bókunum, en um bókavalið er
þess að geta að litið var á skáldsögu Magneu frá Kleifum, / álögum, sem
dæmigerða afþreyingar-skáldsögu, en hinar bækurnar tvær taldar alvöru-
gefnari, listrænar bókmenntir.
Um sænsku bækurnar er það að segja að Partitur eftir Gunnar Ekelöf er
eftirlátið ljóðasafn eins af helztu ljóðskáldum Svía á þessari öld og eins af
forustumönnum módernisma í sænskri ljóðagerð. Legionárerna er heimilda-
skáldsaga og vakti mikla eftirtekt þegar hún kom út haustið 1968. Per Olov
Enquist hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1969 fyrir þessa bók.
Teresa (Liv och Karlek 1929-1968) er samtímasaga, sem gerist í Frakk-
landi. Teresa er níunda bók Bengt Söderberghs. Gagnrýnendur tóku bók-
inni með hálfum huga, en töldu þó flestir að höfundi hefði tekizt vel lýsing
á andrúmslofti og umhverfi sögusviðsins. Bestsellern er fyrsta frumsamda
bók Márten Edlunds eftir langt hlé. Hún er sterk þjóðfélagsádeila, en skrif-
uð í reyfarastíl. Gagnrýnendur tóku bókinni misjafnlega, sumir voru mjög
hrifnir, en aðrir töldu hana yfirborðskennda.
4 Greinargerð um þennan þátt í rannsókninni eftir Sigurð A. Magnússon:
Könnun á bóklestri Islendinga birtist í Samvinnunni 1971:3.
a Flokkunin var upprunalega gerð í sambandi við rannsókn á sjónvarpsnotk-
un barna.
6 Um ritdóma sjá Bókmenntaskrá Skírnis I, 1968, bls. 32 og II, 1969, bls. 32
um Hannes Pétursson; um Magneu frá Kleifum I, bls. 41 og II, bls. 41; um
Guðberg Bergsson II, 23 og III, 1970, bls. 22.