Skírnir - 01.01.1972, Side 33
SKÍliNIR
KVENMYND EILÍFÐARINNAR
31
skáldsögum, þó að ekki sé nema frá stuttu skeiði bókmenntasög-
unnar eða hjá einum höfundi, frammi fyrir því, að hann hefur tek-
izt á hendur að gera grein fyrir hálfu mannkyninu. Við það hætist
líka, að mikilhæfir rithöfundar rjúfa tíðum meir eða minna flest
þau mynztur, er fræðimenn þykjast geta sett upp til skýringar bók-
menntaþróuninni.
I eftirfarandi ritsmíð verður litið á nokkra þætti í kvenlýsingum
skáldsagna Halldórs Laxness. Hér er ekki um að ræða neina tæm-
andi og því síður fræðilega greinargerð, hvorki frá sjónarmiði
bókmenntasögulegs samhengis né með tilliti til þjóðfélagslegra for-
sendna í umhverfi höfundarins. Varla er einu sinni unnt að kalla
þetta kortlagningu á kvenlýsingum í sögum skáldsins. 1 hæsta lagi
væri hægt að líkja þessari athugun við ókerfisbundið könnunarflug
til undirbúnings kortagerð yfir mikið og lítt þekkt svæði, hvort sem
mér auðnast nokkurn tíma síðar að teikna af því landabréf.
I Gerzka ævintýrinu kemst Halldór Laxness svo að orði:
Orsökin til þess að skapferlisleikur og túlkun sérkenna stendur fastari fótum
í rússneskum listum en ýmsra annara þjóða er falin í hinni hálfu siðun lands-
ins. Ofvöxtur persónueinkenna á sína paradís í hálfsiðuðum löndum. Hjá okk-
ur Islendíngum, sem stöndum uni margt á siðmenníngarstigi Rússa, eru of-
vaxin persónueinkenni næsta algeing, og eignast ekki síður en með Rússum
blífanlegan samastað í listunum, að minsta kosti bókmentunum. [-] Hjá
öllum skáldsnillíngum Rússa eru manngerðir Rússlands í veðhlaupi um sem
fuffkomnasta túlkun. (175-176).*
Þessi orð, sem Halldór skrifaði 1938, leita þráfaldlega í hugann,
er freista skal þess að draga saman meginþræðina í lýsingum
kvenna í skáldsögum hans. Svo virðist einatt sem þar séu saman
komnar allar kvengerðir íslands, ef ekki beinlxnis í veðhlaupi um
fullkomna túlkun, þá í voldugri skrúðgöngu, sem stefnir að því
marki.
Aður en við höldum lengra í átt til þess að nálgast kvenlýsingar
Halldórs Laxness og gera okkur grein fyrir afstöðunni til kvenna
í skáldsögum hans, skulum við þó staldra við og gera okkur ljós
nokkur almenn atriði.
* Blaðsíðutöl, sem standa innan sviga á eftir tilvitnunum í verk Halldórs
Laxness, eiga jafnan við frumútgáfur verka hans, sem notaðar hafa verið við
samningu þessarar ritsmíðar.