Skírnir - 01.01.1972, Síða 34
32 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
Efniviður sérhvers höfundar er það mál, sem hann kann og
notar, og þær hugmyndir, sem búa í og að baki merkingarbærum
texta. Þessar hugmyndir birtast okkur í skáldverki með margvís-
legum hætti: í ákveðnum minnurn og þemum, í tiltekinni gerð per-
sóna, í framvindu atburðarásar og sköpun aðstæðna. Allir þessir
þættir og margir fleiri mynda ákveðna formgerð (struktur) lista-
verksins.
Þær hugmyndir, sem koma fram í tilteknum texta skáldverks eða
sérstakri gerð mannlýsinga í skáldsögu, þurfa á engan hátt að bera
vitni um persónulegar skoðanir höfundar verksins. Hugmyndirnar
að baki textans eru óaðskilj anlegur hluti máls hans og eru sá efni-
viður, sem höfundurinn vinnur úr.
Þessi sjónarmið eru sett fram hér í upphafi til þess að leggja
áherzlu á, að þegar ræddar verða hugmyndir um konur í skáldsögum
Halldórs eða þær kvengerðir, sem þar verða fundnar, þá þurfa þessi
efnisatriði engan veginn að vera vitnisburður um persónulegar
skoðanir skáldsins.
Hins vegar munu sjónarmið höfundar oft hafa komiS heim viS
ýmsar skoðanir, sem birtast í skáldsögum hans, eins og glöggt sést,
þegar þær eru bornar saman viS ritgerðir, þar sem hann tjáir viS-
horf sín til hlutverks og stöðu kvenna. Má þar t. a. m. minna annars
vegar á ritgerðina Maður, kona, barn í AlþýSubókinni og hins veg-
ar á Sölku Völku.
Þótt svo sé, eins og áður var sagt, að lesandi hafi gjarna á til-
finningunni, að í skáldsögum Halldórs birtist allar kvengerðir Is-
lands og metnaður höfundarins standi til að gefa þeim sem full-
komnasta túlkun, virðist engu síður, að unnt sé að greina í verk-
um hans ákveðnar meginlínur í kvenlýsingum, sem heita má, að
einkenni höfundarverk hans allt frá fyrstu sögu hans til hinnar
síðustu.
Ef taka má alþýðlega hkingu af vefstað, þá er uppistaða kven-
lýsinganna ákveðnar keimlíkar kvengerðir eða tegundir kvengerða,
sem birtast — aS vísu með dálitlum tilbrigðum - í hverju verki
hans á fætur öðru. IvafiS er slungið mörgum þáttum, sem gefa voð-
inni allri mörg blæbrigði. Þau kallar höfundur fram með því að
tengja kvenhetjur sínar ákveðnum minnum, skapa þeim tilteknar
aSstæður, sjá þær frá ýmsum sj ónarhornum, lýsa mismunandi af-