Skírnir - 01.01.1972, Page 35
SKÍRNIR
KVENMYND EILÍFÐARINNAR
33
stöðu til þeirra, bæSi annarra sögupersóna, umhverfis og sögu-
manns sjálfs. Þá skiptir og miklu, hvert hlutverk konum er valiS,
hver þáttur þeirra er í framvindu söguefnisins í hverju verki.
Eftir aldri má skipta konum í skáldsögum Halldórs í þrjá flokka,
sem gegna ólíkum hlutverkum í frásögninni:
1) Börn og unglingsstúlkur.
2) Fullþroska konur í blóma aldurs.
3) Gamlar konur.
Þeim konum, sem hér voru nefndar í miSiS mætti þó e. t. v.
skipta í tvo flokka eftir því, hversu virkar þær eru í sögunni. Sum-
ar þeirra eru meiri gerendur atburSa í frásögninni, aSrar meiri þol-
endur, en geta þó engu síSur veriS mikilvægar fyrir framvindu
sögunnar.
Ef til vill kann einhverjum aS þykja sem hér sé gengiS helzt til
nærri skáldlegum heiSri Laxness, þegar þvi verSur haldiS fram,
aS sams konar eSa svipaSar kvengerSir verSi fundnar í flestum
sagna hans og þær birtist þar aftur og aftur endurbornar. Halldór
hefur þó raimar sjálfur lýst þessu höfundareinkenni, þar sem hann
segir um persónusköpun sína í Skáldatíma:
Eg sé ekki fólk fyren búiS er að vefja utanaf því umbúðirnar. Hvaða bögg-
ull er nú þetta? Hvað skyldi nú vera innaní þessum umbúðum? Einhvernveg-
inn ósjálfrátt og án míns tilverknaðar er ég altaf kominn með sömu mannlegar
frumgerðir milli handa, einskonar mannlegar ódeilistölur sem sumir rnundu lík-
lega kalla eintómar miðaldafígúrur og telja mér innbornar. (233).
Þetta er þó satt að segja ekkert sérkenni Halldórs, heldur kunn-
ugt fyrirbæri í verkum ýmissa mikilla höfunda, sem hafa samiS
margar bækur. Hjá þeim koma fram svipaöar manngerðir í bók
eftir bók.
Að því er varðar þetta mat Halldórs á persónusköpun sinni, virð-
ist það þó miklu altækari regla um kvenpersónur hans en karla
sagnanna. Bæði eru frumgerðir karlmannanna fleiri og fjölbreyti-
legri, en einkum eru hlutverk þeirra í sögunum miklu margbreytt-
ari en kvennanna.
Áður en lengra er haldið, skal að einu vikið, sem viröast má
grundvallaratriði, þegar rætt er um kvenlýsingar Halldórs Laxness.
Allar meiri háttar lýsingar kvenna í sögum hans eru fyrst og
fremst mótaðar af kynferði persónunnar. Konum, ungum, miðaldra
3