Skírnir - 01.01.1972, Side 36
34 SVEINN SKORRI IIÖSKULDSSON SKÍRNIR
og gömlum, er lýst sem kynferðisverum. Afstaða annarra söguper-
sóna til þeirra mótast af þessari staðreynd, og afstaða sögumanns
eða höfundar er einnig oft lituð af hinu sama.
Því verður ekki haldið fram, að þetta sé sérstakt höfundarein-
kenni Halldórs Laxness. Hér er miklu fremur um að ræða einkenni
á öllum bókmenntum Islendinga og reyndar bókmenntum Vestur-
landa.
Þetta sést hvað gleggst í ástarskáldskap. Menn beri saman ást-
arkvæði íslenzki-a karla og kvenna á 19. og 20. öld. Að sjálf-
sögðu snýst mikið af slíkum ljóðum um eigin tilfinningar skálds-
ins, þrá, unað eða söknuð, en hj á karlhöfundum skipar einnig mik-
ið rúm útmálun hinnar vænstu ástmeyjar; á hári hennar og húð,
augum og hálsi, örmum og barmi, mitti og lendum, höndum og fót-
um. Shkar lýsingar á kynferðislegu góssi karla eru næsta fáséðar
í kvæðum kvenna. Allt fram undir okkar daga hafa þær í hæsta
lagi nefnt augu, sem - eins og allir vita - eru spegill sálarinnar. Hjá
konum er framar öðru um að ræða tjáningu eigin ástartilfinninga.
Hin kynhundna afstaða til kvenna í skáldsögum Halldórs er
mótuð af arfteknu viðhorfi, sem við getum kallað tvíhyggju -
kristiiega tvíhyggju. Hún hefur mótað kvenlýsingar vesturlanda-
bókmennta og annarra lista, a. m. k. allt síðan á miðöldum, og ekki
aðeins kvenlýsingar, heldur eru lífsviðhorf og lífsskilningur Vestur-
landabúa mótuð þessari tvíhyggju. Úr spennunni milli ósættanlegra
skauta efnis og anda, góðs og ills, ljóss og myrkurs eru brot okkar
og dáðir sprottin.
Þessi tvíhyggja í kvenlýsingum kristallast í nafngiftunum
madonna og mella.
Annars vegar er konan í senn andleg ástkona og móðir sjálfs
guðs almáttugs - vor frú, mey og móðir, Sancta María.
Hins vegar er hún holdtekja syndarinnar, mótleikari sjálfs djöf-
ulsins, gínandi yfir hinum lokkandi, eilífa ormi og otandi sínum
eplum.
Þetta eru hin andstæðu, ósættaniegu skaut. Á þeim ferli, sem
milli þeirra liggur, finnum við flestar konur í sögum Laxness.
Ef við drögum línurnar gróft getum við sagt, að tveir flokkar
kvenna í sögum hans - þ. e. ungmeyjar og gamlar konur - standi
nær eða nærri skauti anda og hreinleika, en konur í blóma lífsins eru