Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 39
SKÍRNIR
KVENMYND EILÍFÐARINNAR
37
í annan stað kemur hér fram hin fullþroska, holdtekna kona, þar
sem er saumakonan Anna:
Hún [...] var há vexti, með blá, hlæandi augu og stórar, hvítar hendur. Og
það gljáði á hörund hennar eins og nýhnoðað smér. Hún var svo mikil um
barminn að peysan hennar virtist þá og þegar mundi rifna utan af honum.
(193).
Söguhetjan, Atli Kjartansson, er fyrirrennari margra annarra
karlmanna í verkum Halldórs um það, að andspænis öllu þessu
kvenholdi fyllist hann viðbjóði, samtímis þvi að Anna hefur á
hann sterkt kynferðilegt aðdráttarafl:
[...] bauð honum við því að finna livernig þessi kvenmaður snerti við
líkama hans með hinum stóru hvítu höndum sínum. Hann gat greint svitahol-
urnar á hálsi hennar. Votur munnur hennar var ekki meir en spönn frá andliti
hans. Og hvert sinn sem hún hreyfði sig, lagði ógeðslegan þef frá líkama henn-
ar, upp úr hálsmálinu á peysunni hennar ... Hann hrylti við því að finna þenn-
an stóra kvenlíkama svona nálægt sér. (194).
Hér er á ferðinni minni, sem átti eftir að koma fyrir hvað eftir
annað í sögum Halldórs: viðbjóður karhnanns á konu sem kyn-
ferðisveru. Mest rúm skipar það í Vefaranum mikla frá Kasmír,
þar sem það er einn höfuðþátturinn í persónugerð Steins Elliða,
en það kemur einnig fram í Sjálfstæðu fólki, Ljósi heimsins, ís-
landsklukkunni og Gerplu. Bæði hjá Bjarti og Jóni Hreggviðssyni
kemur fram sama tvíbenta haltu mér - slepptu mér viðhorf og hjá
Atla Kj artanssyni, þegar lýst er draumkynnum þeirra af tröllkonum
og drottningarflögðum.
Loks bregður fyrir þriðju kvengerðinni, þeirri, sem kalla mætti
ömmurnar í sögum Halldórs. Það er hin ástríka, lífsreynda og vitra,
gamla kona. Um hana segir:
Gamla Þuríður, hún var besta manneskjan í heiminum, hún hafði reynt svo
margt. Görnlu augun hennar vóru svo lioll og hlý, og hún var orðin bogin og
hrukkótt, og það af tómri góðvild.
[-----]
I hrosi hennar lá hin sama hlýa, hin sama ró, eins og fyrir mörguin árum,
meðan Atli enn var lítill dreingur [-] kannski hafði hún einnig brosað
á sama hátt laungu áður en hann fæddist. (203-209).
Þessi kona skipar ekki mikið rúm í Undir Helgahnúk, en hún er