Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 40
38 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
þó ótvíræður fyrirrennari þeirra gömlu, góðu og vitru kvenna, sem
hafa hlotið æ hærri sess í sögum skáldsins.
Þótt þegar megi í þeim tveimur æskuverkum Halldórs, sem hér
hafa veriS nefnd, sjá móta fyrir útlínum þeirra kvengerSa, sem síS-
an setja meginsvip á kvenlýsingar hans, eru þaS þó næstu skáldsög-
ur tvær, Vefarinn rnikli frá Kasmír og tveggja binda sagan um
Sölku Völku, sem birta okkar fullmótaSar - og aS nærri má segja
endanlegar - gerSir þessara kvenna. I engum öSrum verkum hans
er heldur umræSan um hlutverk og stöSu konunnar jafn-gagnger
og í þessum tveimur.
I verki sínu um Halldór Laxness hefur Peter Hallberg fjallaS
rækilega um kvenhatur Vefarans mikla eSa misogynie hans eins og
Halldór kýs aS nefna þaS í Skáldatíma. Bendir Hallberg m. a. á þýS-
ingu Augusts Strindbergs og Austurríkismannsins Ottos Weiningers
fyrir þróun hugmynda um konur, stöSu þeirra, hlutverk og eSli í
verkum skáldsins.* VirSist ótvírætt, aS hann hafi lög aS mæla um
þá áhrifavalda, en ekki ástæSa til aS rekja þaS efni hér, þar sem
sköpunarsaga verkanna er á engan hátt til meSferSar, heldur sú
hliS þeirra, sem aS lesendum snýr.
I Skáldatíma er hins vegar svo á Halldóri aS skilja, aS kynni hans
af þýzkum málara á Sikiley, Richard Becker, hafi haft áhrif á þær
kvenhugmyndir, sem koma fram í Vefaranum mikla. Um ÞjóSverja
þennan segir Halldór:
Já þaS var meira en að mæla hvað hann var laginn að koma ljósvakakend-
um jómfrúm til viS sig. Eg sá tvær þeirra. Þær voru einsog vatnadísir án blett
og hrukku á sál og lífi. En þegar svo lángt var komið kunníngsskapnum aS
þessar einkennilegu verur vildu afklæðast ljósvakanum við hann, þá hljóp
snurða á Richard Becker, sem hann var seinþreyttur að útmála með áhrifa-
miklum dæmum fyrir kunníngjum sínum. Vissu þær ekki fyr til en hann var
floginn burt frá þeim í fjarlæga staði þar sem hann tók til að mála einhverjar
bannsettar tröllskessur og kolrössur krókríðandi, allar í keppum, fláar á svip-
inn einsog þær ælu menn til frálags. (31-32).
Vefærinn mikli frá Kasmír er mótaður af gjörsamlegri tvíhyggju.
Baráttan um söguhetjuna, Stein Elliða, stendur milli hins jarðneska
og himneska - milli anda og efnis, dygðar og syndar, guðs og
djöfuls.
* Peter Hallberg: Den store vavaren. Sth. 1954. 218. bls. o. áfr.