Skírnir - 01.01.1972, Síða 41
SKÍRNIR
KVENMYND EILÍFÐARINNAR
39
í verkinu eru konur, þegar á heildina er litið, tákn og fulltrúar
hins jarðbundna, efnislega, syndsamlega og djöfullega.
Þrjár konur koma hér einkum við sögu:
Yalgerður Ylfingamóðir er að nokkru í ætt við aðrar gamlar
konur í sögum Halldórs. Hún er raunsæ, nærri heiðin, umhyggju-
söm en þó köld, og hún er sterk. Hún minnir þannig senn á ömin-
urnar og persónur eins og Sölku Völku og Snæfríði Islandssól.
Hinar tvær, Jófríður, móðir Steins, og Diljá, ástkona hans, eru
nánast sama kvengerð.
Jófríður er sívakandi kvendómur og birtist þannig í sögunni:
Þótt frú Jófríður væri móðir tvítugs sonar, bar hún þó eingin merki roskinn-
ar konu. Þvert á móti: hörund hennar var hvítt og úngt, líkaminn þrýstinn,
þrúnginn kvenleik og blóma. Einginn hefð'i treyst sér til að kveða á um aldur
hennar fremur en nornar, sem hefur haldið áfram að vera úng síðan í fyrnd-
inni. Andlit hennar fölt eins og hvítur marmari, varirnar rauðar eins og rautt
þang, hárið jarpt, en í dökkum augunum brann ámáttug glóð, sem vitnaði
margt í senn: ástríður, tæríngu og sjúkan sefa. (17).
Jófríður er veikfelld kvenvera, dæmigerð borgaraleg eiginkona af
yfirstétt, í senn auðmjúk móðir sonar síns og kynferðileg ambátt
manns síns, eins og hann lýsir yfir í rifrildi þeirra:
En ég get feingið fimm hundruð skækjur miklu betri en þig allar fyrir mik-
ið lægra verð en þú hefur kostað mig ein. (108).
I þessum orðum Grímúlfs kemur fram sama hugsun og Halldór
setti sjálfur fram í greininni Maður, kona, barn í AlþýSubókinni:
Konur hinnar betri borgarastéttar kunna ekki neitt, geta ekki neitt, vilja
ekki neitt, vita ekki neitt, hugsa ekki neitt, - í einu orði sagt: eru ekki neitt
nema kynferðisáhöld [-----] fullkomin frú hinnar betri borgarastéttar er
hin hreinræktaðasta skækjutegund, sem tekist hefir að framleiða á jörðu hér.
(280-281).
Sem unglingsstúlka er Diljá þeirrar mánaljóss- og álfaættar sem
ungar konur eru gjarna í sögum Halldórs. Frá barnæsku hefur hún
unnað Steini ElliSa og dáð hann. Hún lýsir sjálfri sér sem leirnum
á milli handa hans.
Fyrir trúmanninmn og skáldinu Steini er konan beinlínis fulltrúi
djöfulsins. Hann segir: