Skírnir - 01.01.1972, Síða 43
SKÍRNIR
KVENMYND EILÍFÐARINNAR
41
Sigurlína er að sínu leyti sams konar kynvera og auSmjúk ást-
kona og þær JófríSur og Diljá, og Steinunn gamla í MararbúS er í
ætt viS ömmurnar.
Salka Valka gerir hins vegar uppreisn gegn kvenhlutverki sínu.
Strax í æsku er hún annars eSlis en hinar draumkenndu álfameyjar
í sögum Halldórs. Hún talar í djúprödd og gengur á buxum.
Veikleiki Sölku Völku er þó kynferSi hennar, og því megnar hún
ekki aS afneita.
Líkt og Steinn ElliSi togast á milli guSs og Diljár stendur Salka
Valka á milli Steinþórs og Arnalds, þar sem annar er tákn hins
grófa og jarSneska, hinn hins andlega og upphafna.
ÞaS, sem skilur á milli Sölku Völku og flestra annarra kvenna í
sögum Halldórs, er þó ekki fyrst og fremst þaS, aS hún freisti þess
um skeiS aS afneita kyni sínu, heldur hitt, á hvern hátt hún er virkur
aSili í sögunni. Hún heldur til jafns viS karlþjóSina sem frumlireyf-
ill atburSa, er engan veginn eru tengdir kynferSi hennar.
AS tiltölu skipa kvenlýsingar ekki mikiS rúm í SjálfstæSu fólki.
Hér finnum viS þó einnig frum-kvengerSirnar þrjár: Ásta Sóllilja,
draumlynd, viSkvæm jurt, lífsblóm Bjarts - eina mannvera, sem
vissi af mjúkum bletti á þessum hraunkarli. Konur Bjarts eru báSar
af ætt hinnar auSmjúku ástkonu og kynferSilegu ambáttar, og hér
birtist einnig amman Hallbera.
Konurnar umhverfis Olaf Kárason eru sérstaklega hnýsilegur
hópur.
Fyrsta ást hans er til GuSrúnar á Grænhóli, sem er tvímælalaust
af ætt hinna dulmögnuSu, yfirskilvitlegu ungmeyja.
Raunverulegri og jarSneskari verSa kynni Ólafs af smitandi kjöt-
flykkjum Magnínu heimasætu. Andspænis henni fyllist Ólafur þeim
viSbjóSi á kvenholdi, sem ýmsar karlhetjur í sögum Halldórs verSa
gripnar.
Þórunn í Kömbum er fyrr og síSar í sögunni framar öSru kyn-
ferSisvera. Andlegheit hennar orka sem blekking einber og skrípa-
gangur.
Þótt Vegmey Hansdóttir minni um sumt á hinar lj ósvakakenndu
ungmeyjar af álfaætt í sögum Halldórs, hefur hún þá sérstöSu þeirra
á meSal aS vera fullkomlega jarSnesk. Hún er stórum raunsærri og
veraldlegri en þær flestar. í augum Ólafs Kárasonar er hún sjálf