Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 44
42 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SICÍRNIR
fegurð jarðarinnar í sínum íbjúga ávala, ímynd ungrar konu.
Frammi fyrir henni fyllist hann svipaðri trúarlegri tilbeiðslu og brá
fyrir hjá Steini Elliða frammi fyrir Diljá:
Það var fyrst og fremst hún sem hafði gefið honum lífið í vor, hún var sú
heilbrigða náttúra sem nærði hann og endurlífgaði við brjóst sitt, þegar hann
átti einskis úrkosta, hin elskandi náttúra, sem gefur lífsverunni ekki aðeins
hreysti og frjómagn, heldur einnig von og trú og lyftir andliti voru mót sjálfri
fegurðinni um leið og hún strýkur blinduna af augum vorum, hún var ekki
aðeins hans líkamlega heilsa, heldur einnig hans andlega líf. An hennar ekk-
ert líf. (Höll sumarlandsins, 216-217).
Ung, elskandi kona sem tákn sjálfs lífsins er þó e. t. v. enn gleggra
í lýsingunni á Jórunni, næstu ástkonu Olafs. Mynd hennar minnir
um margt á Sölku Völku:
Hún hafði mjög breiðan barm, það var haf milli hárra kúptra brjósta hennar.
Andlit hennar var sterkt eins og skipshúfar, krúnumyndað enni, breitt munn-
stæði með þykkri neðrivör, hin björtu opnu augu sátu undir loðnum brúnum.
(Hús skáldsins, 84).
Líkt og Salka er Jórunn virk í sögunni á fleiri vegu en að vera
ástkona Ólafs. Hann sér hana standa í hópi verkfallsmanna á Svið-
insvík:
Undir rauða merkinu sem táknaði lifandi blóð mannkynsins stóð úng stúlka
björt og hrifin með háan sterkan barm og sumarmálavindinn í lokkum sínum,
og skáldið sagði við sjálfan sig: hún er Lifandi Imynd Frelsisins, og skildi
alt í einu mynd hennar út í æsar. Ennþá brann á vörum hans heitur kossinn
sem hún hafði kyst hann í frostinu eins og sólin kyssir jörðina á vori, og hon-
um fanst að þegar minst varði hlyti hann að blómstra. (Hús skáldsins,
193-194).
Lifandi ímynd Frelsisins er skráð stórum upphafsstöfum. Saman
mynda þeir orðið líf. Jórunn sjálf er tákn lífsins. I afstöðu Ólafs til
hennar er ekki lengur fyrir hendi sú tvíbenta afstaða, sem ein-
kenndi viðhorf Steins Elliða til Diljár, er hann sá konuna ýmist sem
mótingja djöfulsins eða frumkraft lífsins. Hér hefur átt sér stað
þróun, sem haldið hefur áfram í síðari skáldsögum Halldórs Lax-
ness.
Tvíhyggja í afstöðu til kvenna kemur engu síður fullglöggt fram
í Heimsljósi. Skemmtilegt dæmi um hana er Hólmfríður á Loftinu,