Skírnir - 01.01.1972, Síða 45
SKIRNIK
KVENMYND EILÍFÐARINNAR
43
sem lýst er svo, að hún sé sett saman úr tveimur konum: Ofan mittis
er hún fínleg og andleg, neðan þess luraleg og holdleg.
f síðasta bindi verksins stendur Olafur Kárason á milli tveggja
skauta. Námsmærin Jasína Gottfreðlína er holdtekinn, kvenlegur
náttúrukraftur. Hún er persónugert frjósemistákn og jafnlaus við
andann og gróðurmoldin sjálf. Andstæða hennar er Bera, góðleik-
urinn, andinn og fegurðin holdi klædd, sjálfur kraftbirtingarhljómur
guðdómsins í líki konu. Jafnframt er hún ástkona Ólafs skálds full-
komin. Ef til vill er hún tegundarhreinasta dæmið um þær tungl-
skinsmeyjar úr álfheimum, sem ungar stúlkur eru einatt í sögum
Halldórs.
Sambýliskona Ólafs Kárasonar, Jarþrúður, er átakanlegt dæmi
um auðmjúka, þjónandi ástkonu. Jafnframt er hún þó miklu meira.
í augum Ólafs er hún sjálf þjáning mannkynsins, eymd þess, sem
skáldið finnur til með. Sjálfur lýsir Ólafur skáldum sem kvikunni
í hrosshófi heimsins. Jarþrúður er nagli, sem stendur í þessari kviku.
Ef naglinn væri dreginn út, kvikan hætti að kenna til, væri Ólafur
ekki lengur skáld. Hæfileikinn að finna til - að þjást með mann-
kyni öllu - er frumrót skáldskapar. Undir lok sögunnar rís Jarþrúð-
ur og stækkar, verður umvefjandi kærleikur og nálgast hinar
skyggnu og skilningsríku, gömlu, ástúðugu konur, sem hér hafa
verið kenndar við ömmur. Samtímis rennur á Ólaf doði fullkom-
innar óvirkni, unz hann gengur á fund ástkonu sinnar í líki fegurð-
ar himinsins.
Með gömlu konunni í Gljúfrum, sem Ólafur skáld hittir síðasta
kvenna, áður en hann gengur á jökulinn, stendur endanlega fullmót-
uð í sögum Halldórs sú gerð gamalla kvenna, sem æ meir hefur
borið á í sögum hans. Hún er persónugerð lífsvizka og góðleikur.
Þessar konur eru að sínu leyti álíka ójarðneskar og þær ungmeyjar,
sem líða yfir svið sagna hans umvafðar yfirskilvitlegu ljósi, naum-
ast af þessum heimi.
Ef yfirleitt væri leyfilegt að taka sér hástig lýsingarorða í munn
við mat á bókmenntaverkum, væri freistandi að kalla Snæfríði Is-
Iandssól mestu kvenlýsingu Halldórs Laxness. Hún er svo himin-
gnæf í hinum mikla þrileik um örlög íslenzkrar þjóðar, að lesandi
kemur þar vart auga á aðrar konur. Reyndar er spurning, hvort Snæ-