Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 46
44 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
fríður er ekki aðalpersóna íslandsklukkunnar, fremur en Arnas
Arnæus.
Persóna Snæfríðar er svo margslungin, að segja má, að hún rúmi
allar þær frumgerðir kvenna, sem hér hafa verið nefndar.
Hún er álfakroppurinn mjói, hið ljósa man. Hún er heiðin og
ótrúgjörn raunsæismanneskj a eins og Valgerður Ylfingamóðir. Hún
er hreyfiafl mikilla atburða ekki síður en Salka Valka án þess þó
nokkru sinni að afneita kvendómi sínum. Hún er mikil, fullþroska
og lostfögur ástkona er hún gengur á fund Arnæi á náttarþeli eða
hýsir hann hinztan fund þeirra í Kaupinhafn.
Þessi kona, sem við fáum að fylgjast með og sjá þroskast frá
draumlyndri smámey til kaldrifj aðrar stjórnmálakonu, valkyrju,
sem fer þeysireið á svörtum hestum og stendur yfir höfuðssvörðum
ástmanna sinna og andstæðinga, er einhver margbrotnust og ægi-
fegurst mannlýsing íslenzkra bókmennta.
Frammi fyrir þessari kvenmynd hljótum við aðeins að taka undir
með Jóni Hreggviðssyni: Mín jómfrú blífur. Líka er unnt að trúa
því með Jóni, að með Snæfríði hafi Halldór Laxness skapað konu,
sem hennar augu munu ríkja yfir íslandi þann dag, sem afgangur-
inn af veröldinni er fallinn á sínum illverkum.
Ugla í Atómstöðinni er um flest endurtekning á kvengerð Sölku
Völku, og frú Árland er holdtekin yfirstéttarkona, eins og Halldór
lýsti þeim í grein sinni í Alþýðubókinni og áður var til vitnað.
Mærin Aldinblóð er sjúskað tilbrigði við ýmsar draumlyndar álfa-
meyjar annarra verka. Hún á líka sinn viðkvæma draum um lítil
lömb og hlóm í haga.
I Gerplu birtist tvíhyggja í afstöðu til kvenna enn í öllu sínu
veldi.
Annars vegar höfum við hina dökkvu konu, hið mikla hold, jarð-
bundna og sjúgandi jafnt kraft úr hetjum sem hugarafl úr skáldum,
tvenndina Kolbrúnu - Sigurfljóð.
Hins vegar er Þórdís, hin bjarta, svanvængjaða ástkona Þor-
móðar skálds. Hún er honum líf og gæfa með dætrum smám, en
jafnframt er hún gædd þeim eiginleika, að í hamingj uskauti hennar
yrkir hann ekki.
Konan sem tákn hfs, frjósemi og liamingju verður einnig á vegi
Þorgeirs í Normandí, þar sem er ekkjan unga, er gefur barni sínu