Skírnir - 01.01.1972, Síða 47
SKÍRNIR
KVENMYND EILÍFÐARINNAR
45
brjóst sofandi, meðan hún seyðir mat yfir hægum eldi, en á gólfi
hússins sjúga grísir hina formiklu sú. Þarna hittir Þorgeir einnig
vitra, gamla konu - eina ömmuna enn.
Þegar konan unga vill veita Þorgeiri blíðu sína fellur á hann
stjarfi og viðbjóður svo sem Atla Kjartansson forðum, og hann
hverfur frá þessu Berurjóðri lífsins í skógum Normandí á vit dauð-
ans í stáli vopna.
Ef til vill er kvengerð ömmunnar hvergi lýst til slíkrar hlítar í
verkum Halldórs sem í Brekkukotsannál. Raunar eru hinar gömlu,
vitru, góðgjörnu konur þar tvær. Hér er líka áfram að finna ást-
konuna holdmiklu og gljúpu, þar sem er litla ungfrú Gúðmúnsen.
Hér verður nú staðar numið við upptalningu dæma inn kvenlýs-
ingar í skáldsögum Halldórs Laxness.
Reynt hefur verið að sýna fram á, að í verkum hans frá upphafi
til okkar daga megi rekja ákveðnar meginlínur í gerð kvenna. Nið-
urstaðan er sú, að með miklum rétti megi tala um þrjár frum-kven-
gerðir, sem birtast í sögum hans líkt og síendurtekin stef - að vísu
með nokkrum tilbrigðum. Við rekumst aftur og aftur á þessar
mannlegu ódeilistölur:
Ungar stúlkur, álfaættar, dreymandi og viðkvæmar eins og rósa-
blöð.
Fullþroska konur með höfugan kvendóm sinn og frjómögnuð lífs-
tákn, sumar að vísu virkari en aðrar á sviðum mannlegs lífs, sem
ekki eru tengd kynferði þeirra.
Loks gamlar konur — ömmur sagnanna - fullar góðleiks og mann-
legrar lífsvizku.
Þessar kvengerðir eru þó aðeins uppistaðan. Ivafinu, hinum ýmsu
minnmn og keðju atvika, sem skáldið leggur á leið kvenhetja sinna,
verður hér að mestu að ganga fram hjá. Þar er þó einnig um endur-
tekin stef að ræða.
Aðeins skal minnt á nokkur, sem eru sérstaklega bundin kyn-
ferði kvenhetja sagnanna.
Kynlífslýsingar í eiginlegum skilningi skipa ekki mikið rúm í
skáldsögum Halldórs. Svo kynósa sem kvenlýsingar hans eru, væri
þó jafnvel unnt að kalla hann púrítanskan höfund.
Um það efni skiptir mjög í tvö horn. Hann beitir harkalegum,
raunsæilegum staðhæfingum, eins og þegar Jón Hreggviðsson hittir