Skírnir - 01.01.1972, Síða 48
46 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIK
að hann heldur prestsmaddömuna á Hollandi, ellegar að ástarleik-
urinn er vafinn blæju draums og dulúðar.
Tvö hrein-kynferðileg minni koma oft fyrir í sögum skáldsins.
Fyrsta ástarreynsla margra ungmeyja er nauðgun eða forfæring
af hálfu miklu eldra karlmanns. Þetta birtist strax í Vefaranum mikla
frá Kasmír. Peppino pípuleikari (sem reyndar minnir um margt á
kúnstner Hansen í Strompleiknum) var dæmdur í fjórtán ára þrælk-
un fyrir að nauðga tólf ára stúlkubarni, og sjálfan dreymir Stein
Elliða þvílíka dáð. Steinþór nauðgar Sölku Völku. Ásta Sóllilja
verður vanfær eftir harnakennarann, áður en hún er fermd. Ólafur
Kárason missér sig á námsmey sinni Jasínu Gottfreðlínu, og Björn
á Leirum gerir kornungri dóttur Steinars undir Steinahliðum barn.
Annað kynlífslegt minni, álíka tíðséð í verkum Halldórs, er það,
að fullþroska konur táldraga, svo að ekki sé sagt, að þær nauðgi
karlhetjum sagnanna, og falla þá gjarna á þá óvirkni og stjarfi
blandin viðbjóði. Diljá forfærir Stein Elliða á Þingvöllum. Drottn-
ing rímnabálksins leitar á Bjart í Sumarhúsum í draumi, og prests-
dæturnar á Húsafelli bregðast í tröllkonulíki í draumi Jóns Hregg-
viðssonar. Allar meiri ástkonur Heimsljóss hafa frumkvæðið gagn-
vart Ólafi Kárasyni. Bóndaekkjan í Normandí leggst í sæng lietj-
unnar Þorgeirs, og þykir honum þá sem eitt forógnarmikið león vilji
gleypa sig lifandi.
I upphafi þessarar ritsmíðar var því haldið fram, að eitt megin-
einkennið á afstöðunni til kvenna í sögum Halldórs Laxness væri
það, að á þær væri framar öðru litið sem kynferðisverur. Á þeirri
afstöðu verður þó glögg þróun.
I Vefaranum mikla frá Kasmír er konan sem kynvera tákn alls
hins neikvæða. Hún er geigvænlegasta hindrunin á vegi mannsins
til guðs.
I Sölku Völku hirtist andstæða, en þá með þeim hætti, að kona
reynir að afneita kynferði sínu.
í síðari verkum verður konan sem kynferðisvera æ oftar ekki
tákn hins neikvæða og djöfullega, heldur lífs og hamingju. Hjá
Ólafi Kárasyni bregður fyrir allt að trúarlegri dýrkun konunnar í
þessu hlutverki, og minnið um gagnkvæma ást kvenna og mjólkur-
kúa er skylt þessu lífstákni.
Þessi afstaða nær hámarki í Kristnihaldi undir Jökli.