Skírnir - 01.01.1972, Page 50
TRYGGVI GÍSLASON
Paradís í Paradísarheimt
Mai'gir meðal okkar trúa að einhverju leyti á fyrirheitna landið þar
sem sannleiki ríkir og fögnuður býr. Og jafnvel þeim sem ekki trúa
beint á landið sjálfir finst dásamlegt til þess að vita að aðrir skuli
gera það. Þetta land er ekki umfram alt af heimi landafræðinnar
þó landafræði geti stundum samrýmst því. Dásamlegast af öllu er
samt að sannleikur þess er ofar staðreyndum, þó til séu þær stað-
reyndir sem samrýmast honum. Má vera að hugmyndin um þetta
pláss sé ein sú grundvallarhugmynd sem er innborin mannkyninu.
Sumir fuglar virðast einnig hafa þessa hugmynd og alveg áreiðan-
lega margir fiskar.
Halldór Laxness Tildrög Paradísarheimtar. upphaf mannÚðar-
stefnu. Reykjavík 1%5. 235.
I
Á ytra borði fjallar paradísarheimt Halldórs Laxness um líf
og örlög fátæks og umkomulítils fólks úr íslenzkri sveit á ofan-
verðri öldinni sem leicf. Þegar betur er að gáð, kemur hins vegar í
ljós margslungin dýpri gerð þessa undarlega verks.
Ýmsir hafa talið, að í hókinni væri höfundur að gera upp gamla
skuld við fortíð sína, kaþólska trú og kommúnisma, því
Satt bezt að segja held ég að til þess hægt sé að setja sæmilega bók saman
um fyrirheitna landið, þá verði sá sem það gerir að hafa leitað þessa lands
sjálfur, og helst fundið það. Hann verður að minnstakosti að þekkja úr lífi
sjálfs sín alla málavöxtu sem varða slíka stefnu hugarins; hann verður að
hafa lagt einhvemtíma í pílagrímsferðina sjálfur; ferðast yfir höfin sjálfur á
farrými sem hæfir tignarstiga kvikfénaðar, geingið á sjálfs fótum yfir eyði-
mörkina miklu, að minsta kosti í andlegum skilníngi, og slíkt hið sama barist
í þeim stöðugum orustum, ýmist innra með sér eða útávið, sem nauðsyn er að
heya ár og síð um Landið til að eignast það.1
Oðrum hefur orðið' hugsað til Eiríks heitins á Brúnum og Þórðar
Diðrikssonar,2 og jafnvel þótt lítið til skáldskaparins koma.3 Eftir-
tektarvert er, hve oft Halldór Laxness hefur notað verk fyrri manna