Skírnir - 01.01.1972, Side 52
50
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍRNIR
án vitrænnar stjórnar. Sum þessi tengsl eru háð samliengi orsakar
og afleiðingar, náttúrubundnu samhengi án alls tilgangs. Þeir sem
taka að leita sannleikans í þessu tilvilj anakennda samhengi náttúr-
unnar, þar sem allt vitrænt samhengi vantar, hafna sjálfir í skáld-
skap, þótt þeim takist á stundum að sanna skáldskap sinn.
í þriðja lagi er sá munur skáldverks og veruleika, að unnt er að
endurtaka alla atburðarás skáldverksins eins oft og verkast vill.
Þessi endurtekning getur að vísu orðið hlustandanum nýr veruleiki
hverju sinni, en rás atburðanna er hin sama. (Að þessu leyti er
heimur skáldverksins afmarkaður, en ekki endanlegur,7) I veru-
leikanuin endurtekur sagan sig aldrei. Atburðurinn er liðinn og
verður ekki endurtekinn, kemur aldiei aftur - nema í minningunni,
þar sem gilda sömu lögmál sem í skáldskap. Minningin er heldur
ekki óháður veruleiki, afmarkaður og endanlegur heimur, heldur
ótiltekið og breytilegt úrval óendanlegs veruleika.
Gildi skáldverks fer því ekki svo mjög eftir mætti sefjunarinnar,
né heldur hve heill, óháður og sjálfbjarga heimur þess er, heldur
eftir því hve tengsl þess við veruleika og reynsluheim hlustandans
eru náin. Yísindalegur sannleikur, hvort „satt“ sé sagt, á þar ekki
heima. Reynslan er hvorki sönn né ósönn, heldur hluti af óræðum
veruleikanum.
En utan við heiminn, einhvers staðar austan við sól og sunnan
við mána, býr draumurinn um hið eina algilda, um hinn hreina tón
og ævintýrið, um fyrirheitna landið, þar sem sannleikurinn ríkir og
fögnuðurinn býr. Þessi draumur er ef til vill ósamrýmanlegur veru-
leikanum á )lra borði, en gefur lífinu þá viðmiðun, sem gerir
mönnum kleift að lifa af hér á jörðinni, því
Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni.8
Leiðin til fullkomleikans og fyrirheitna landsins reynist hins vegar
oft löng, og þótt menn kosti öllu til, nægir það ekki, því andstæður
veruleika og draums eru ef til vill ósættanlegar. En um þessar and-
stæður fjallar paradísarheimt Halldórs Laxness.
II
Þótt PARADísarheimt, bókin um fyrirheitna landið, sé reist á
þeim málavöxtum úr lífi höfundar sem varða slíka stefnu hugar-
ins að leita þessa lands og mótun persóna hennar sé „ívafin greini-