Skírnir - 01.01.1972, Síða 53
SKÍRNIR
PARADÍS í PARADÍSARHEIMT
51
legri sjálfsmynd höfundarins,“9 „lúta persónur hennar, atburðir og
stíll einvörðungu lögmálum verksins sjálfs,“10 og að bókarlokum
er þaS Steinar bóndi úr HlíSum undir SteinahbSum sem segir:
Ég er sá maður sem lieimti aftur Paradís eftir að hún hafði leingi verið týnd,
og gaf hana börnum sínum.11
Ovíst er, hvert var fyrirheitna landiS, sem höfundur sjálfur leit-
aSi, eSa hvort hann þekkti þaS land nokkurn tíma. En sú paradís
sem Steinar bóndi heimti aftur, eftir aS hún hafSi lengi veriS týnd,
var hins vegar ævintýraland barnanna hans.
A þessari tíð er sagan hefst voru íslendíngar kallaðir fátækust þjóð í Norð-
urálfu. Svo höfðu og verið feður þeirra, afar og lángfeðgar, alt aftur á daga
fornmanna; en þeir trúðu því að lángt aftur í öldum hefði verið gullöld hér
á Islandi, þá voru íslendíngar ekki bændur og fiskimenn einsog nú, heldur
konúngbornar hetjur og skáld sem áttu vopn gull og skip. [7]
í þann tíð voru sumurin laung á íslandi. A mornana og kvöldin voru túnin
svo græn að þau voru rauð og á daginn var víðáttan svo blá að hún var græn.
En í þessu merkilega litrófi, sem einginn tók reyndar eftir eða skifti sér af,
héldu Hlíðar undir Steinahlíðum áfram að vera einn þeirra bæa á Suðurlandi
þarsem ekki gerist sögulegt nema fýllinn hélt áfram að flögra fyrir berginu
einsog verið hafði hér á árunum þegar lángafi bjó. Á syllum og í raufum
bergsins óx burnirót og burknar, hvannir, tófugrös og túnglgras. Steinarnir
halda áfram að hrjóta ofan líkt og lijartalaus bergrisinn væri að tárast. Góður
hestur kann að fæðast upp á bæ einusinni á mannsaldri ef heppnin er með;
á sumum aldrei í þúsund ár. Utanaf sjó, handanum sanda og mýrar, þúsund
ár, - sami niður. [10-11]
I fábreytileik þessa einfalda hfs bjó ekki aðeins draumurinn um
fyrirheitna landið, heldur ævintýrið sjálft. Tákn þess er hulduhest-
urinn Krapi, dæmið um óflekkaðan getnað á íslandi.
Lambafjall um sumarsólstöður ásamt hesti af ætt nykra og andblæ frá jökli,
- þeim sem slíka för hefur farið í æsku mun berast hún í draumi ætíð síðan,
eins þótt ævin verði laung; síðast með orðlausum tómleika saknaðar og
feigðar. [24]
En ágengni veraldarinnar ógnar þessari velsæld hugarins. Steinar
vill ekki selj a ævintýri barnanna sinna.
Það er nú svona, blessaður, að þegar heimurinn er hættur að vera dásemd-
arfullur í augum barnanna okkar þá er nú lítið orðið eftir, sagði Steinar.
Ætli við bíðum ekki ögn enn. [18-19]