Skírnir - 01.01.1972, Side 54
52
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍRNIR
Engu að síður verður hesturinn örlögvaldur þessa friðsama fólks.
Eftir fund bóndans og biskupsins er leitin hafin, og í stað ævintýr-
isins ætlaði hann að kaupa þeim kóngsríki fyrir hross.
Um þessa höll dreymdi mig að vísu lítt sjálfum mér til handa, því ég er sá
rnaður sem drottinn hefur tæplega ætlað fullsælu, heldur til handa börnum
mínum smám sem ég kvaddi fagurlega sofandi, og þeirri konu sem var eftir-
lát bónda sínum. [175]
Meðvitundarleysi þessara barna, þar sem þau sofa, er mynd hinnar
fögru sælu, og honum þykir hálfsyrgilegt til þess að hugsa, að þau
skyldu eiga eftir að vakna af þessum draumi sínum.
Þegar þau voru komin á það rek að vakna til veraldar sem ekki er framar
ævintýrabók gerðist mér návist þeirra smámsaman óbærileg sakir lítilmensku
minnar að duga þeim, segir hann. Og sú kona sem var bónda sínum ástúðleg
og eftirlát með öllu, hana skildi hann eftir og var farinn. Hann tók með sér
hest og kistil sem hann nefndi sálarhest sinn og sálarkistil; ætlaði víst að
kaupa fyrir þessa gripi hamíngjuna á markaðnum; eða að minsta kosti greifa-
dæmi. En fékk nálabréf. [189-190]
Víða í PARADÍSARHEIMT kemur fram minningin um horfna
bernskutíð. Draumurinn um paradís á jörðu og fyrirheitna landið
er lika í upphafi bundinn þessari minningu um sakleysi hins óvit-
uga. Jafnvel erfiður uppvöxtur og ill meðferð vitjar manns í tóm-
leika og söknuði.
Gott að hitta vatnið sitt aftur og fá að bergja á því með fólki sem á ekki eftir
nema þröskuldinn inní helga borg. Já það var herleg tíð missus að gánga í
pokanum undan tíkinni og vera barinn á hverjum morni fyrir ódygðum kom-
andi dags. Einginn hér, utan þessi litli dreingur sem er að pota í sandveisunni
hjá fuglunum, á eftir að lifa herlega tíð. Guði sé lof fyrir þetta vatn. [237]
segir mormónabiskupinn, sá maður, sem fórnaði öllu til að kom-
ast í heilagt land og trúði því að hafa komizt í þá paradís á jörðu
sem vondir menn týndu, en góðir menn fundu aftur. Hann var
mormón og hafði fórnað öllu; hann varð því að trúa. En Steinar
hóndi leitaði ekki þessarar hamingju handa sjálfum sér, heldur
öðrum, að hann hélt. En
Það kemur einginn með fyrirheitna landið til þín. [55]
Að lokum efast hann sjálfur um sigur alheimsvizkunnar í fyrir-
heitna landinu.