Skírnir - 01.01.1972, Side 55
SKIRNIR
PARADÍS í PARADÍSARHEIMT
53
Ég vona ljósið mitt, segir hann og hlær við kjökrandi, að þú sért ekki svikin
á landi og ríki sem ég keypti ykkur börnum. Mig lángar að segja þér að
hefði ég vitað sannari guðsborg annarsstaðar mundi ég hafa keypt þér hana og
honum bróður þínum.
Fjórða kona biskupsins horfir á föður sinn úr þeim fjarska sem dag noklc-
urn verður milli tveggja hjartna. [276]
Og aldrei svaf hann í húsi sínu, þar sem hann ætlaöi aÖ njóta guðs-
ríkis á jörðu. ÞaÖ var eitthvað sem vantaði. Og kenningar
erkiskóla mormóna í Skotlandi þóttu honum aö lokum ekki taka
fram setningum, er Runólfur prestur boöaöi:
Ekki miklast mér, segir Runólfur prestur, hve lángt viska manna hefur náð
að leiða þá; enda er hún ekki stór. Að hinu dáist ég, hve lángt fáviska þeirra
og jafnvel sérdeilis heimska þeirra, að ég nú segi ekki fullkomin blinda þeirra
hefur náð að lyfta þeim. Ber ég mig að fylgja fávisku rnanna að öðru jöfnu,
því hún hefur leitt þá leingra en viskan. [170]
í paradísarheimt eru það fleiri en Þjóðrekur biskup og Steinar
sem Ieita fyrirheitna landsins. Jafnvel kvennamaðurinn og hrossa-
kaupmaðurinn, Björn á Leirum, vonast eftir endurlausn sinni.
Hvað er að heyra þetta bamið gott, sagði Björn á Leirum. Heldurðu að ég
taki í mál að þú með þetta stóra gula hár og svona rjóð í kinnum og einsog
nýhnoðuð skaka á kroppinn farir að leggjast á torfusnepil útí kofa mín vegna?
Nei þó við séum handfljótir að kaupa og selja hross, þá erum við ekki svona
fljótir að senda af okkur stúlkumar! Láttu mig leggja koddann þann ama
útvið höfðabríkina og skríddu svo uppfyrir stokkinn til mín einsog jómfrúin
sem leysti dýrið forðum tíð. [76]
Sumir hafa góða kenningu, aðrir vonda, í þessari miklu leit.
Eg hef vonda kenníngu, sagði lúterstrúarmaðurinn, Þaraðauki get ég ekki
sannað mína kenníngu. Sá hefur besta kenníngu sem getur sýnt frammá að
hann hafi mest að éta; og góða skó. Ég hef hvomgt og ligg í döggáti. [191]
I þessari kenningu var sannleikurinn raunar jafngildi eigna og
staðfestu.12
Flestir þeir menn sem settust upp í húsi Þjóðreks liiskups vom vegalausir
íslendíngar, sumir nýkomnir að heiman, aðrir höfðu að vísu fundið sannleik-
ann í fyrirheitna landinu með óáreiðanlegum heila og því fávísara hjarta, en
síður með hinum óljúgfróðari líffærum. Margir af gestum Þjóðreks fundu
staðfestu að lokum. [152]13
Kalkún og trönuber, kona góð, sagði brikkleggjarinn. Þegar ég lít á nægta-
horð í þessu alviskulandi, þar sem partar af fleiri skepnum en ég kann að