Skírnir - 01.01.1972, Page 56
54
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍRNIR
nefna búa rétt saman, einsog í þúsundáraríkinu, og mjólkin er svo kostagóð
að hún mundi trúlega heita rjómi hjá fólki sem ekki hefur fundið sannleik-
ann, er þá furða þó mér miklist hvað mönnum tekst að galdra útúr saltmörk
ef þeir hafa rétta bók. [185]
Og hjá Maríu gömlu frá Ompuhjalli í Vestmannaeyjum var kenn-
ingin um fyrirheitna landið enn önnur, og gömul, eins og hún sjálf.
Það fólk sem ég ólst upp hjá í Vestmannaeyjum hafði afturámóti himnaríki
í sjálfu sér. Hvar sem það var statt, jafnvel þó það héngi niðrá sextugu að
síga fyrir fugl, þá var það heima hjá sér í guðsborg Síon. [277]
En engin af þessum kenningum virðist duga Steinari hónda. Tví-
hyggja hans og erfið glíma valda því, að hann finnur ekki landið
sem hann leitaði að. Hann hverfur burtu úr þessu landi, þar sem
Sannleikurinn býr.
Nú er það einhvern sunnudag um sumarið að hann fer að kannast við sig í
landsplássinu einsog hann hefði komið hér áður. [298]
Og veit nú ekki mormóninn fyr til en hann er kominn austrundir Steina-
hlíðar. [299]
Hann lagði af sér pokann sinn með bæklíngunum eftir Jón Pritt, smeygði
sér úr treyunni og tók ofan hattinn; og fór að tína saman grjót og bera sig
að gelda ögn uppí veggina. Hér átti einn maður mikið verk fyrir höndum:
slíkir garðar taka í rauninni manninn með sér ef þeir eiga að standa. [300]
I ritgerðinni um Tildrög Paradísarheimtar hljóma þessi sömu
orð með eilítið öðrum blæ:
En þar kemur að vegfarandinn er staddur í ofurlitlu túni þar sem enn standa
rústir af gömlum bæ; og hann fer hálfpartinn að kannast við sig einsog hann
hefði einhverntíma komið hér áður. Þetta er þó ekki túnið undir fjöllunum
þaðan sem lagt var á stað? Svo mætti virðast; og samt er það ekki svo. Vitur
maður hefur sagt, sá sem fer burt mun aldrei koma aftur; og það er af því að
þegar hann kemur aftur er hann orðinn annar maður en hann var þegar
hann fór: partir est toujours un peu mourir.14
Og milli túnsins þaðan sem lagt var á stað og túnsins þángað sem komið er
aftur liggja ekki aðeins konúngsríkin og úthöfin ásamt eyðimörkum verald-
arinnar, heldur einnig fyrirheitna landið sjálft.16
Leitin hafði fært honum konungsríkin, úthöf og eyðimerkur
jarðarinnar ásamt endurheimt paradísar. En hörnin voru vöknuð
til veraldar, sem ekki var framar ævintýrabók, og sjálfur var hann
orðinn annar maður.