Skírnir - 01.01.1972, Síða 67
ÓLAFURJÓNSSON
r
I lieimi sagnamanns
Athugasemdir á afmœlisári
1
Arið 1967 birti Peter Hallberg í norska bókmenntaritinu Eddu
grein sem ári síðar kom í íslenzkri þýðingu í Tímariti Máls og
menningar: „Halldór Laxness á krossgötum, nokkrir drættir úr
þróunarsögu hans eftir viðtöku nóbelsverðlauna 1955“. Ásamt
annarri grein frá sama tíma, „Laxness, konstnárskapet, ideolo-
gierna“, sem ekki hefur birzt á íslenzku, er þessi ritgerð eins konar
eftirmáli við hin stóru rit Hallbergs um ævi og skáldverk Halldórs
Laxness, Deu store vdvaren, 1954, og Skaldens hus, 1956. Enn-
fremur hefur Peter Hallberg á seinni árum birt ýmsar aðrar grein-
ar og ritgerðir um Halldór. Meðal hinna veigamestu eru grein hans
frá 1962 um „taóisma“ Halldórs, „Litla bókin um sálina og Hall-
dór Laxness“, og ritgerð um leikrit hans, „Laxness som dramatiker“,
1963, sem er eina samfellda athugun sem hingað til hefur verið
gerð á leikritun Halldórs.1
Það hefur aftur á móti gengið furðu seint að koma ritum Peter
Hallbergs út á íslenzku. Bók hans um æskuár og æskuverk Halldórs
Laxness, Vefarinn mikli, kom að sönnu út á nokkurra ára fresti,
1957-60, í þýðingu Björns Th. Björnssonar. En eftir það liðu tíu
ár unz framhald verksins um þroskaár Halldórs fram til nóbels-
launa, Hús skáldsins, birtist í þýðingu Helga J. Halldórssonar
1970-71.
Vera má, þótt ég viti það ekki, að þetta seinlæti stafi af því að
viðtökur lesenda við verkinu hafi verið dauflegri en skyldi. Það
er samt mála sannast að hin stóru rit Hallbergs, ásamt ýmsum ein-
stökum ritgerðum hans, eru beinlínis ómissandi öllum þenn sem
vilja kynna sér skáldrit og rithöfundarferil Halldórs Laxness til
nokkurrar hlítar eða leggja með einhverjum hætti stund á rann-
5