Skírnir - 01.01.1972, Page 68
66
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIiR
sókn þeirra. Þau leggja grundvöll frekari ritskýringar, gagnrýni
og umræðu þegar af því hve Hailberg hefur haft aðgang að mikl-
um og margs konar heimildum um höfundinn, ævi hans og verk,
sem margar hverjar eru ekki aðgengilegar annars staðar. Og segja
má að rit Peter Hallhergs íiggi ekki fyrir í endanlegri gerð fyrr en
með hinni íslenzku útgáfu þeirra. Hinar ýtarlegu tilvitnanir í heim-
ildir sínar, bréf og handrit höfundarins, blaðagreinar og annað
efni, birti hann auðvitað í sænskri þýðingu í bókum sínum. En í
íslenzku útgáfunni er allt þetta efni prentað í frumgerð, eigin texti
höfundarins, og verður hún að því skapi notadrýgri, aðgengilegri
og skemmtilegri aflestrar íslenzkum lesendum verksins.
2
Peter Hallberg gerir ráð fyrir tvennum meiriháttar þáttaskilum
eða stefnuhvörfum á ferli Halldórs Laxness. Verða þá önnur á
Ameríku-árum hans 1927-1929, eftir að Vefarinn mikli frá Kasmír
er kominn út en Alþýðubókin í smíðum - fráhvarf hans frá borg-
aralegri og sálfræðilegri, samtímalegri skáldsagnagerð að epískri
þjóðlífslýsingu í Sölku Völku.
Þetta viðhorf virðist jafn sjálfsagt og það er algengt, og hefur til
að mynda Kristinn E. Andrésson lagt á það mikla áherzlu þar sem
hann fjallar um Halldór Laxness. En vel má þá vera að stundum
sé gert í mesta lagi úr þeim gagngeru „sinnaskiptum“ sem verið
hafi orsök og undirrót þessara tímamóta á ævi höfundarins. Eins
mætti segja sem svo að með Vefaranum mikla frá Kasmír hafi
Halldór „skrifað sig frá“ þeim viðfangsefnum sem mest fór fyrir
í huga hans á æskuárum unz nú var mál til komið að taka aðra
þræði upp. Eins og kaþólsk trú varð leiðsögutilgáta hans við lausn
hinna sálfræðilegu viðfangsefna og vandamála æskuritanna, þannig
hafi nú róttækar pólitískar kenningar og viðhorf við þjóðfélags-
málum orðið einskonar vinnukenning hans við hin epísku við-
fangsefni fjórða og fimmta áratugarins. Það er að minnsta kosti
fróðlegt að sjá að fyrstu drög komandi stórvirkja, Sölku Völku og
Sjálfstæðs fólks, mótar hann fyrir sér þegar að Vefaranum lokn-
um, á ferðalagi út um land sem hann fór gagngert til þess að kynn-
ast þjóðlífi og háttum, en söguefnið um Jón Hreggviðsson varð