Skírnir - 01.01.1972, Side 69
SKÍRNIR
I HEIMI SAGNAMANNS
67
honum ljóst þegar árið 1924.2 En óneitanlega hafa hin fyrstu frá-
gengnu drög að skáldsögunum, kvikmyndahandrit um Sölku, hand-
ritið Heiðin sem er fyrsti vísir að Sjálfstæðu fólki, ennþá verið
fjarska frumstæð og óráðin verk. I glímunni við efni þeirra mót-
aðist hinn mikli höfundur sem alskapaður kom fyrir sjónir með
sögunni um Sölku Völku.
Það hefur lengi verið alsiða að fjalla fyrst og fremst um Vefar-
ann mikla frá Kasmír sem heimildarrit um höfundinn, taka sög-
una til marks um margbreyttan og umbrotasaman hugarheim hans
í æskunni, tilraunaverk í máli og stíi. Sigurður Nordal kom fleyg-
um orðum að þessu viðhorfi þegar árið 1928 í tímaritinu Vöku:
að Halldór hefði farið á „grenjandi túr í Evrópumenningu, góðri
og illri, gamalli og nýrri,“ dauðþyrstur æskumaður ofan úr Mos-
fellssveit.3 Peter Hallberg rekur í fyrri bók sinni um Halldór í
löngu máli hugmyndaforða Vefarans sundur og saman og setur
verkið í samhengi samtíma-bókmennta og menningar í Evrópu.
Það er sízt af öllu ástæða til að andmæla þessari aðferð, svo lær-
dómsrík sem hún reynist. Og áreiðaníega er sjálfslýsing höfundar
í verkinu ein af líftaugum Vefarans mikla frá ICasmír. En líka er
vert að hafa í huga ummæli Halldórs sjálfs um söguna í eftirmála
annarrar útgáfu, að þar sé í fyrsta lagi „leitast við að gera skáld-
sögu nokkurnveginn eftir raunsæisaðferð ofanverðrar nítjándu ald-
ar,“ en í öðru lagi hafi sagan „aldrei verið hreinrituð. Hún var
meira að segja aldrei fullsamin. . ,“4 Það er einnig vert að fjalla
um Vefarann mikla frá Kasmír sem sögu á meðal hverra annarra
skáldsagna í samhengi íslenzkra bókmennta,
Þýzkur höfundur, Gúnter Kötz, hefur gert tilraun í þessa átt í
doktorsriti sínu um Das Problem Dichter und Gesellschaft im Werke
von Halldór Kiljan Laxness. Hér er ekkert ráðrúm til að fara út í
aðalviðfangsefni ritsins, lýsing skálds og samfélags í Vefaranum
mikla frá Kasmír og í Heimsljósi. En áhugi höfundarins beinist sér
í lagi að hugmyndafræði verkanna, umræðan um þau mótuð af
einstrengingslegum áhuga hans á einhvers konar þjóðfélagsfræð-
um, fjarska myrku frumspekilegu orðafari og hugmyndaforða upp
á þýzkan móð. Og hún gengur út frá framúrskarandi einföldun á
kringumstæðum íslenzkra bókmennta - þótt sú ímynd „þjóðskálds-