Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 70
68
ÓLAFURJÓNSSON
SKÍRNIR
ins“, sem sannarlega talar máli allrar alþýðu og hér er lýs't, sé ekki
með öllu ókunnugleg heima fyrir heldur:
Vor 1918 konnte ein islandischer Dichter mit seinem Tun und Handeln nie
in einen Konflikt mit seinen Landsleuten geraten. Fiir ihn gab es nicht das
Prohlem eines in feindliche Gruppen aufgesplitterten Publikums. Damit war
er der Entscheidung hinsichtlich eines gesellschaftlichen Standortes enthoben.
Er brauchte nicht wie anderswo auf die Gunst der Grossen und Machtigen
bedacht zu sein. Seine Arbeiten ignorierten auch nicht die unteren Schichten
des Volkes, wie Laxness einmal feststellte. Kurz, er konnte sich nichts verge-
ben, weil ein gemeinsames Denken und Fiihlen das Volk zusammenhielt...
Er war nicht Fiirstendiener und nicht Biirger, noch sympathisierte er mehr
oder weniger versteckt mit einem unbekannten Faktor, der Proletariat hiess.
Er war nur Islander. Er teilte alles mit seinen Landsleuten: die Hoffnung
und den Wunsch nach Freiheit, die bestandige Armut, die Schönheit des Landes
und den Reichtum einer grossen literarischen Vergangenheit.5
Kötz telur að Halldór Laxness hafi, með Vefaranum, fyrstur
manna á Islandi gert sér grein fyrir „eðli hins borgaralega róm-
ans“, en þeirri verðskuldun eigi hann að þakka „heimsgildi“
sitt. Þetta var reyndar ekki unnt fyrr en að aflokinni þeirri
umbyltingu þjóðfélagsháttanna sem varð á íslandi með heims-
styrjöldinni fyrri og fullveldistökunni 1918. Þá fyrst varð til borg-
aralegt stéttskipt samfélag á íslandi og þar með forsendur fyrir
borgaralegum róman, segir Kötz, en Vefarinn mikli frá Kasmír var
einhver fyrsti ávöxtur þeirrar þróunar. Það væri líklega sönnu nær
að Vefarinn byndi enda í bili á þessa sagnagrein en byrjaði hana,
mesta og máttugasta verk af sínu tagi á íslenzku. En borgaralegar
samtímasögur, þar sem raunsæisleg samfélagslýsing er yfirvarp sál-
fræðilegra og þó einkum siðferðislegra athugana og umræðu, voru
vitaskuld löngu fyrr tilkomnar - skáldsögur Einars Kvarans, sögur
eins og Vargur í véum og Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunn-
arsson, Ragnar Finnsson eftir Guðmund Kamban, en sömu við-
horf og stílstefna móta alfarið leikritun hans. Og æskurit Halldórs
Laxness voru seld undir þessa sagnahefð, allt frá Barni náttúrunnar.
Endurnýjunarmætti Halldórs Laxness hefur löngum verið við-
brugðið, hæfileik hans að fylgjast með og bregðast við stormum
sinnar tíðar, og koma nýr fyrir sjónir með hverri nýrri bók. En
allt eins má festa hugann við það sem upprunalegast virðist í
verkum höfundarins, sameiginlegt þeim frá allra fyrsta fari.