Skírnir - 01.01.1972, Síða 72
70
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIR
mannlýsingar í seinni og máttugri verkum: Arnald, Örn Úlfar, Arn-
as Arnæus, Búa Árland.
Bam náttúrunnar kom út árið' 1919, rétt í þann mimd sem voru
að verða aldahvörf nítjándu aldar og nútímans í sögu bókmennt-
anna. Og bókin er með sínum hætti heimild mn þau, ekki síður en
um æsku og upphaf höfundarins. Halldór frá Laxnesi hefur ekki
staðizt mátið að yrkja í bók sína langt kvæði í stíl Davíðs frá
Fagraskógi og Stefáns frá Hvítadal. Hulda syngur það fyrir Rand-
ver og leikur undir á gítar: hún er síspilandi á gítar rétt eins og frú
Anna í Vordraumi Gests Pálssonar. Hvaðan er þetta óláns-hljóð-
færi komið inn í sveitalífslýsingar í upphafi borgaralegra raun-
sæissagna á íslenzku? Söguatvikin sjálf í Barni náttúrunnar eru
ekki ýkja miklu broslegri en efnið í leikritum Guðmundar Kamh-
ans fáum árum fyrr, Höddu Pöddu og Konungsglímunni - og þau
voru víst tekin í fyllstu alvöru, leikin hæði í Iðnó og kóngsins
Kaupmannahöfn. Og meginhugmynd sögunnar, afturhvarf hins lífs-
þreytta heimsmanns til einfalds lífs í sveitinni, heilagrar bónda-
köllunar, er ekki úr sér gengnari en svo að hana ber þráfaldlega
fyrir enn í dag, bæði í þjóðlegum skemmtisögum handa kvenfólki
og alvarlega stíluðiun skáldskap yngri höfunda.
Barni náttúrunnar lýkur í fjálglegum tón með bænarorðum úr
íaðirvori: Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar
skuldir. Rómantísk Hfskoðun bókarinnar er með öðrum orðum
íofin sáluhjálplegum kristilegum boðskap. Um langt skeið virtist
fátt fjær Halldóri Laxness en kristileg skoðun eða boðun. En það
er ekki lengra síðan en í Kristnihaldi imdir Jökli að aftur kom
biblíustaður upp í miðþyngdarstað verks: Elska skaltu drottin guð
þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum Hkama þínum,
og náunga þinn eins og sjálfan þig.
3
Önnur þáttaskil eða tímamót telur Peter Hallberg að orðið hafi á
ferli Halldórs Laxness um þær mundir sem hann hlaut nóbelsverð-
laun. Sýnist þá eðlilegt að draga skilin á milli Gerplu, 1952, og rit-
gerðasafnsins Dagur í senn, 1955, annars vegar, en Brekkukots-
annáls, 1957, og Gjörningabókar, 1959, hins vegar. Saga höfund-
arins síðan felur í fyrsta lagi í sér gagnger pólitísk sinnaskipti hans