Skírnir - 01.01.1972, Síða 73
SKÍRNIR
I HEIMI SAGNAMANNS
71
sem alkunn eru, ,,mannúðarstefnu“ hans á efri árum með sífellda
efahyggju sitt fyrsta auðkenni. En samfara andúð hans á hvers
konar trú- og kennikerfum, hvort heldur er marxisma eða freud-
isma, eru í öðru lagi auðvitað breytt hókmenntaleg og fagurfræði-
leg viðhorf. Þróunarsaga lífskoðunar og skáldskapar hans verða
ekki aðgreindar á þessu skeiði fremur en endranær. Um átta ára
skeið, 1960-68, birti Halldór nýja bók á hverju ári, endurminn-
ingar, ritgerðir og þrjú leikrit sem ásamt smásögum hans í Sjö-
stafakverinu lýstu einkum og sér í lagi leit og tilraunum með
nýja skáldlega tjáningarhætti. En ekki er annað sýnt en Paradísar-
heimt verði síðasta skáldsaga hans með reglulegu epísku sniði.
Peter Hallberg gerir í Húsi skáldsins eins og vonlegt er mikið
úr gildi hinna pólitísku skoðana Halldórs Laxness fyrir verk hans
á fjórða áratugi aldarinnar, einkum og sér í lagi fyrir Sjálfstætt
fólk. En hann varast að mikla þau fyrir sér eða rjúfa úr samhengi
við aðra þætti í list hans eins og ýmsum íslenzkum lesendum og
gagnrýnendmn hefur hætt til fyrr og síðar. Þvert á móti leggur
Hallberg áherzlu á það hversu miklu margvíslegri hin pólitísku
viðhorf séu í skáldskap Halldórs en hlaðagreinum og ræðum hans
og annarri þátttöku í pólitískri dægurharáttu, órofa hluti hins
margbreytta listræna veruleika í skáldsögum hans. En pólitískur
skilningur höfundarins getur orkað sem hvati á sjálft skáldeðlið,
orðið sögunum listrænn aflvaki, segir hann.
Sjálfsagt má leiða að því rétt rök að Gerpla sé síðasta þjóðfé-
lagslega skáldsaga Halldórs: hin sögulegu skáldrit hans, íslands-
klukkan og Gerpla, taki við og ávaxti þjóðfélagsskoðun eins og
aðra hugmyndafræði samtíinasagnanna frá fjórða áratug aldarinn-
ar. En mikil breyting er á henni orðin í Gerplu. Þótt íslandsklukk-
an sé harmsögulegt verk lýsir hún engu að síður óbifandi von og
trú á þjóðina - sjálft hið kúgaða fólk sem í brjósti þess á frelsið
heima. Sé shkri trú og von fyrir að fara í Gerplu fer hún þar
fjarska lágt, komin undir lýsingu hins frumstæðasta mannlífs, sem
er eitt um alla farsæld, sjálfu sér nægt, og þarf því engrar við-
reisnar við. Hetjur og skáld eiga þar ekki innangengt: þeir eru
dæmdir til að fyrirfarast á Stiklarstað.
I kaflanum um Gerplu leggur Hallberg mest upp úr stríðsádeilu
og friðarboðskap verksins, uppgeri þess við rómantískar hetju-