Skírnir - 01.01.1972, Síða 74
72
ÓLAFURJÓNSSON
SKIRNIR
hugsjónir um fornar bókmenntir og samfélag. En sé Gerpla öðr-
um þræði „lof um listina“ eins og Hallberg gefur einnig í skyn,
er það lof æðimikilli beiskju blandið. Lífi hetju og skálds er þar
lýst sem afvegaleiddum, rangsnúnum bfshætti sem ber tortímingu
sína í sjálfum sér. „Kannski hafa örlög Þormóðar orðið svo lif-
andi, af því að skáldið Halldór hefur á vissan hátt fundið sig hlut-
takanda í örlögum hins forna skálds,“ segir Hallberg ennfremur.7
Þetta hugboð hans hefur Halldór síðan staðfest sjálfur: „Gerpla
er harmþrungnasta bók sem ég hef skrifað,“ segir hann þannig í
samtali við Matthías Johannessen. Og ennfremur:
Eg vildi fjalla um persónur, sem hafa verið til á öllum tímum, um menn
sem eru alltaf að leita að einhverjum allsherjar sannleik; og leita að sínum
konungi. Svona menn kasta burt hamingju sinni og sálarfriði fyrir hugmynd
sem öðrum finnst fáránleg. En hvað á sá maður að gera sem fundið hefur
konung sinn og þann sannleik sem þessi konungur boðar? 8
Það er sjálfsagt varasamt að leggja Gerplu einhliða út sem per-
sónulegt skilríki, heimild um höfund sinn þótt ekki fari hjá að at-
hygli beinist að þeim þætti verksins í samhengi seinni rita hans.
En í ljósi þessara ummæla má sjá samband á milli Gerplu og
Paradísarheimtar sem vart hefur verið eins ljóst áður. I grein sinni
„Laxness, konstnárskapet, ideologierna“ tekur Peter Hallberg aftur
til athugunar „hluttekningu“ höfundar í verkum sínum — lýsingu
Garðars Hólms í Brekkukotsannál og Steinars í Hlíðum í Paradís-
arheimt. Hann víkur að því að augljóslega sé persónuleg reynsla,
pólitísk fortíð Halldórs sjálfs kveikjan í Paradísarheimt. En -
Naturligtvis vore det en mycket grov förenkling att lasa Paradísarheimt
frámst som vittnesbörd om besvikelsen över en bestámd religiös eller politisk
erfarenhet. Vemodet och resignationen i denna beráttelse synes frámst bottna
i en djupare och mera allmánmánsklig upplevelse: av tidens flykt, av v&r egen
och medmánniskornas förvandling .. .9
Einnig Brekkukotsannáll fjallar um blekkingu, vonsvik og upp-
gjöf:
Som s& m&nga andra konstnárer har Garðar Hólm upplevt vanmakten och
förtvivlan inför omöjligheten att f&nga visionen, s&dan den uppenbarat sig
för dem i ett ben&dat ögonblick. Deras s&ng har förstummats inför det oupp-
naeliga. Kanske har de rentav förnummit sjálva sitt medium - tonerna eller
spraket - som otillrácldigt, grumlande i stállet för uppenbarande. Ju högre
krav och ansprák, desto nármare resignation och tystnad.10