Skírnir - 01.01.1972, Page 75
SKÍRNIR
I HEIMI SAGNAMANNS
73
ÞaS skyldi þó ekki vera að' margumrædd „pólitísk sinnaskipti“
höfundarins stöfuðu af fremur en þau væru sjálf valdandi miklu
djúptækari breytingu á lífskoðun og listaraðferð hans. Þá má vera
að fróðlegt reyndist að taka „gagnrýni hetj uhugtaksins“ í Gerplu
til samanburðar við aðra „hetjusögu“ hans - Sjálfstætt fólk. Svo
mikið er víst að frá og með Gerplu lýsa skáldverk Halldórs Lax-
ness breyttri lífsýn frá hinum fyrri, þj óðfélagslegu skáldsögum
hans, miklu minni trú á mátt og reisn mannsins, en fullkomnu
vantrausti á mannlegar framfarir og framtak. En um leið vegsama
þau mannleg og þjóðsöguleg verðmæti sem virðast æ dulúðugri
og einkalegri höfundi sínum.
í fyrrnefndri grein, „Halldór Laxness á krossgötum“, leggur
Peter Hallberg áherzlu á það að þróun Halldórs á þessum árum
hafi eins og fyrri dag verið í „takt við tímana“:
A sinn hátt hefur Halldór á síðasta þróunarskeiði sínu með öðrum orðum
verið hluti af straumum nútímabókmennta. Ef til vill er í einhverjum atriðum
hægt að gera ráð fyrir beinu sambandi. En trúlega er næsta erfitt að henda
reiður á slíkum tilvikum. I öllum aðalatriðum eiga stefnubreytingar hans sér
forsendu og fullgóðar orsakir í eigin fortíð, kannski ekki hvað minnst í þátt-
töku hans í íslenzkri menningarhefð.
Þótt rökfærslur skáldsins í bókmenntalegum efnum hafi haft fólginn í sér
brodd gegn alls konar „ídeólógíum" upp á síðkastið, ber ekki umsvifalaust að
skilja það svo sem hann sé á leiðinni að einangra sig frá þjóðfélagsumræðum
og afsala sér ábyrgð á því sem er að gerast í veröldinni. Hin ástríðufulla
vinna í þágu listsköpunar öðlast fyllingu í öflugri meðvitund þess að listin
lifir og hrærist mitt í þjóðfélagslegum og pólitískum veruleika ...11
En þrátt fyrir þessi umniæli og önnur þeim lík verður ekki bet-
ur séð en Peter Hallberg hafi eins og fleiri fornir aðdáendur Hall-
dórs Laxness fundið til nokkurrar tortryggni gagnvart skáldskap
hans í seinni tíð. Eða er það misskilningur að ýmsar greinar hans
um seinni verk höfundarins beinist fremur að því að sætta sig við
lífskoðun en gera grein fyrir listaraðferð þeirra? Einna berast
kemur gagnrýni hans fram, þótt hún sé fjarska varfærnislega orð-
uð, í grein um Kristnihald undir Jökli, niðurlagi hennar þar sem
hann ber söguna saman við Heimsljós, einmitt þann kafla verks-
ins sem hefur lagt hans eigin riti um Halldór til heiti sitt:
Þessi temprun og spennuminnkun í skáldskap Halldórs á sér greinilega
hliðstæðu í persónulegri þróun hans og viðleitni til eins konar ólýmpísks