Skírnir - 01.01.1972, Síða 76
74
ÓLAFUR JÓNSSON
SKIRNIR
afskiptaleysis sem veraldlegur skarkali samtímans má ekki trufla. En kannski
er þetta „tvísýnt jafnvægi"? Og kannski eru þeir lesendur til sem vonast eftir
að óróleiki lífsins sjálfs muni rífa niður þetta yfirburða jafnvægi, að glóð
baráttumannsins muni á nýjan leik kvikna undir yfirborði hins tempraða kald-
hæðnistíls...
Eg hef stundum gripið mig í því að skynja Kristnihald undir Jökli sem
„hljómandi málm og hvellandi bjöllu“ - þótt hljómurinn sé afburða fagur og
listfengur. Stafar þetta einungis af því að mig vantar eyra og hljómbotn til að
nema hina dýpstu tóna skáldverksins?12
Það er hinn epíski, þjóSfélagslegi skáldskapur Halldórs sem í
öndverSu laðar ritskýrandann aS honum — ímynd hins ódauðlega
manns í húsi skáldsins:
I þessari mikilfenglegu mynd, þar sem hið þrönga hreysi verður sem veröldin
sjálf og persónurnar fá dularfulla stærð, ná spurningarnar langt út yfir vanda-
mál skáldskaparins. Þær varða stöðu mannsins í veröldinni yfirleitt...
... Það eru örlög einstaklingsins í sinni næstum óþolandi nekt — þessa
hjálparvana einstaklings, sem Halldór talar svo oft urn — sem þrengja sviðinu
upp á okkur, neyða okkur til viðkennsla af innsta grunni, svo að við hljótum
að finna, að við erum þarna þátttakendur: ég er Ólafur Kárason, ég er Orn
Ulfar, ég er hið deyjandi barn.13
4
Það yrði áreiðanlega fróðlegur þáttur menningarsögu ef ein-
hvern tíma yrði gerð grein fyrir viðtökunum sem bækur Halldórs
Laxness hver af annarri hlutu þegar þær komu út og rakinn sá
styr sem brátt stóð af þeim. Sjálfur hefur hann reyndar lýst með
eftirminnilegu móti stöðu sinni í bókmenntalífinu fyrr á árum:
Aratugum saman var ég altaðþví bannhelgur á heimilum, í lestrarfélögum
og í bókasöfnum víðsvegar um land, útflæmdur hjá mentastofnunum og menn-
íngarforkólfum, og heilar sveitir og sýslur skipulagðar á móti þessum auma
höfundi. Allan þennan tíma voru íslenzkir stalínistar næstum einir um að lofa
það dót sem ég var að setja saman, kanski ekki svo nrjög af því að þeim
þætti það gott, heldur af því að þeir vonuðu að ég væri eins ærlegur stalínisti
og þeir... Síðan Krústsjoff gekk af Stalín dauðum í annað sinn... eru
margir fornvinir mínir orðnir daufir að halda á loft ritsmíðum mínum sem
von er; sumir segja að nrér sé sæmst að klappa uppá hjá borgurunum sem á
þeirra máli þýðir eitthvað svipað og Kú-klúx-klan. Þó höfum við aldrei nretist
unr hvor hafi orðið meira hissa ég eða þeir þegar guðinn var drepinn fyrir
fult og fast.14
En í Skáldatíma komst hann svo að“ orði um viðtökur sinna
fyrstu stórvirkja á fjórða áratug aldarinnar: