Skírnir - 01.01.1972, Síða 77
SKÍRNIR
í HEIMI SAGNAMANNS
75
Það er gamall og rótgróinn siður íslendínga að „dependera af þeim dönsku“
sem kallað er, enda þótti Salka ekki góð bók á Islandi fyren hún hafði
verið hálofuð í Danmörku. Næstu bók, Sjálfstætt fólk, þorði einginn forleggj-
ari á Islandi að gefa út heldur, af því menn vissu ekki hvað mundi verða
sagt í Danmörku . . . En bókin komst semsé á prent og þótti, ef hægt hefði
verið, jafnvel enn lakari bók en Salka Valka þángaðtil búið var að tala í Dan-
mörku. Þeir fáu sérvitríngar sem báru blak af bókinni á íslandi voru hrak-
yrtir af áhrifamönnum og úthrópaðir af almenníngi. Þeir sem hældu bókinni
voru mestan part íslenzkir bolsar, og kanski meira af þeim sökum að ég var
þeim vinveittur en hinu að bókin væri í nokkru tilliti bolsévíkaáróður eða þar
boðuð marxistisk lausn öðru fremur á vandkvæðum bænda ...15
Það er alveg glöggt að fráhvarf Halldórs Laxness frá róttækri
vinstristefnu sinna fyrri ára í og með Skáldatíma hefur látið eftir
sig beiskju og Ieiða á báða bóga. í endurminningum Kristins E.
Andréssonar, Enginn er eyland, lýsa viðhorf hans við Halldóri á
víð og dreif í bókinni þungri þykkju undir niðri þótt hann fari
sér hægt. En það er engu líkara en ummælin úr Skáldatíma sámi
honum mest: hann þurfti sannarlega ekki að bíða þar til „búið var
að tala í Danmörku“ til að gera sér grein fyrir gildi þessara verka.
Enda var Kristinn sjálfur oddviti hinnar „nýju bókmenntastefnu“
sem var að ryðja sér til rúms og taldi Halldór Laxness sinn fremsta
liðsmann á þessum árum, hirti fagnandi, að ekki sé sagt sigrihrós-
andi, ritdóma, greinar og flutti fyrirlestra um hverja nýja bók hans:
Upp úr þessu, með útkomu SjáljstœSs fólks og síðar sögu Olafs Kárasonar
Ljósvíkings, er fékk seinna nafnið Heimsljós, hefst beinlínis og stendur um
árabil boðun Halldórs sem skáldsnillings af hálfu okkar „hinna rauðu“, og
munu engar ýkjur þó sagt sé að ég hafi staðið fremstur að þeim boðskap.
Fyrri hluti Sjálfstæðs fólks var ekki fyrr kominn út, haustið 1934, en gagntók
mig hrifning af þessu verki, jafnt fegurð þess sem sögulegri dýpt og upp-
Ijómun nýrra þjóðfélagsviðhorfa, og enn í dag rís Bjartur í Sumarhúsum fyrir
augum mér sem stærsta persónan sem Halldór hefur skapað, hvað sem líður
listfengari dráttum síðari persóna í verkum hans . . .
. . . Halldór Kiljan Laxness reis með stórverkum sínum þessi ár á háöldu
bjartra vona, djúps sögulegs skilnings, uppsiglingar verklýðshreyfingar og
sósíalisma, og sú alda magnaði persónuleika hans og gaf verkum hans fram-
sýn og hátt flug, óaðgreinanlegt listrænt og mannlegt gildi. Þau voru manni
um langt skeið opinberun hvert af öðru.16
Vafalaust er Enginn er eyland á meðal annars samantekin
í andsvaraskyni við Halldór Laxness, til að vega á móti þeim hnekk
sem málstað „rauðra penna“ frá fyrri árum og marxisma á Islandi