Skírnir - 01.01.1972, Page 78
76
ÓLAFUR JÓNSSON
SKIRNIR
hafi verið að fráhvarfi hans. Sé grannt lesið lýsir Kristinn E.
Andrésson nú gagngeru endurmati á skáldferli Halldórs allt frá önd-
verðu. Að sögn Kristins stefndi Halldór frá fyrstu byrjun að
frama erlendis, vildi „fylgja tízkunni í hæstu blómgun þar sem
hún bauð gull og græna skóga, og lét sér ekki fyrir brjósti brenna
þótt sníða yrði viðfangsefnin í hennar anda“. En reynsla Halldórs
í Ameríku á ungum aldri leiddi til þess að „hann varð um tíma
alskyggn á hégómleik þess frægðardraums er hann ól í brjósti" og
öðlaðist um leið skilning á því að „heimurinn yrði ekki unninn
með tvær hendur tómar, með ekkert að heiman frá sér nema per-
sónulegan metnað og oflátungshátt“. Það er þess vegna sem hann
snýr nú huga sínum að hinu frumstæða þjóðfélagi heima, kemur
þar auga á efnivið í verk sem átt geti erindi til heimsins - „og
jafnhliða sér hann hvar verklýðshreyfingin með sósíalismann á
dagskrá rís með voldugu afli er gefur byr undir vængi“.17
Af öllum verkum Halldórs Laxness er það án efa Sjálfstætt fólk
sem einkum og sér í lagi hefur notið góðs af marxískri hugmynda-
fræði og þjóðfélagsskoðun: marxismi höfundarins heíur, eins og
Hallberg segir, veitt honum róttæka innsýn í þjóðfélagið, stuðlað
að dramatískri festu og reisn verksins. Það er eftirtektarvert að
þrátt fyrir hið persónulega endurmat á Halldóri (sem aðeins er
látið uppi í hálfkveðnum vísum) lýsir Kristinn Andrésson í raun-
inni alveg óbreyttri skoðun á sögulegu og skáldlegu gildi verka hans
í Enginn er eyland.
I bókmenntasögu sinni skrifar Kristinn langan og ýtarlegan
kafla um Halldór sem má líta á sem niðurstöðu af fyrri athugun-
um hans á ritum og ferli höfundarins, eins konar apoteosis Hall-
dórs og með honum „rauðra penna“ í íslenzkum bókmenntum. En
þrátt fyrir mikið, og markvert, lof sem hann ber á seinni verk
Halldórs er það í rauninni aðeins Sjálfstætt fólk sem nýtur óskor-
aðrar aðdáunar, mesta og máttugasta verlc hinnar nýju kynslóðar
í bókmenntunum. Að hinurn seinni verkum hans hefur Kristinn
bæði hugmyndafræðilegar og fagurfræðilegar aðfinnslur fram að
færa. Honum veitist t. a. m. fj arska örðugt að gera sér rétta grein
fyrir Olafi Kárasyni: hann er „naumast nema brot af manni, hlust,
auga; ekki persóna, frekar persónugerður eiginleiki .. .“ Sagan um
hann er „mynd af andstæðum auðvaldsþjóðfélags“. Eiginlega finnst