Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 80
78
ÓLAFUR JÓNSSON
SKÍRNIR
undarins. Honum er fjarska annt um að bera á móti pólitískum
áhrifum Halldórs. Og jafnframt er greinin til marks um hversu
framandlegar sögur hans hafa komið fyrir sjónir jafnvel hinna
glöggskyggnustu manna á þeirri tíð. En að vísu lýsir Sigurður
miklu nánari og næmari skilningi á list Halldórs en gerðist á meðal
hinna pólitískt skilyrtu lesenda hans:
Hann hefir alt af verið og mun alt af verða rómantískt skáld. Hvernig sem
hann athugar veruleikann og þótt hann væri allur af vilja gerður að ljós-
mynda hann (sem jeg veit reyndar ekkert um), þá ræður hann ekki við það
eðli sitt, að alt stækkar og ummyndast, tekur á sig nýja liti og líki í huga
hans. Það verður að æfintýrum, riddarasögum, fornaldarsögum, tröllasögum,
heilagra manna sögum í höndunum á honum. Hvort sem hann fegrar, ýkir,
skopstælir eða skrumskælir er hann alt af öðru hvoru megin við hið hvers-
dagslega . . . Að vísu koma yfirburðir og eðli Halldórs í senn fram í því, að
þessar myndir verða ekki tómir skuggar, heldur gæddar lífi og blóði, veru-
legri en sjálfur veruleikinn .. .21
En þessi ummæli koma furðulega vel heim við orð Halldórs sjálfs
í Skáldatíma:
Eg sé ekki fólk fyren búið er að vefja utanaf því umbúðirnar. Hvaða bögg-
ull er nú þetta? Hvað skyldi nú vera innaní þessum umbúðum? Einhvernveg-
inn ósjálfrátt og án míns tilverknaðar er ég altaf kominn með sömu mann-
legar frumgerðir milli handa, einskonar mannlegar ódeilistölur sem sumir
nmndu líklega kalla eintómar miðaldafígúrur og telja mér innbornar. Siða-
skrá þó löggilt sé skírskotar lítið til forvitni minnar þegar ég er að skoða
fólk, jafnvel ekki venja, ekki einusinni tíska, heldur sá maður sem er dulinn
bakvið siðaskrá venju og tísku.22
Viðtökur þær sem Atómstöðin fékk eru sjálfsagt ekki lakara
dæmi en hvað annað um pólitísk áhrif Halldórs Laxness og pólitíska
merkingu rita hans á sínum tíma. Þegar lesinn er hinn orðlagði
ritdómur Kristjáns Albertssonar, „Skítugur leir“, vekur það brátt
athygli hversu einföld ákæruatriði hans gegn bókinni í rauninni
eru: að hún sé pólitískt níðrit, samin um Olaf Thors, þáverandi
forsætisráðherra, og Keflavíkursamninginn 1946, í hefndarskyni
fyrir undangengnar ófarir kommúnista í kalda stríðinu. Raunar er
það að sjá sem helzt vaki fyrir Laxness að stríða borgurunum:
épater les bourgeois með bókinni. „Hitt kemur manni meir á óvart,
hve hin pólitíska ádeila bókarinnar er ólistræn, hvað hún er gróf