Skírnir - 01.01.1972, Page 81
SKÍRNIR
I HEIMI SAGNAMANNS
79
og vitleysisleg - og þess vegna algerlega máttlaus,“ segir Kristján
Albertsson.23
Þessu svarar Bjarni Benediktsson frá Hofteigi því til að bókin
sé hreint ekki um Ólaf Thors, herstöðvamálið né einu sinni bein
Jónasar Hallgrímssonar. A hinn bóginn sé hún einhvers konar húð-
fletting á íslenzkri borgarastétt - sem meira að' segja megi heim-
færa á tiltekna borgara:
Sá er eldurian sárastur er á sjálfum brennur - og illilega hafa þeir kveink-
að sér undan þessari bók, nokkrir fínir menn í henni Vík . . . Allra þessara
manna var löngu freistað, og allir féllu þeir fram. ÞaS fall er venjulega nokk-
uð dýrt. Stundum kostar það glötun sálarinnar. Það kostar ævinlega and-
stöðu við framþróunaröflin í lífinu. Á saklausasta stigi kostar það ekki annað
en barnalega óvizku á almenn fyrirbæri, svo sem stjórnmál eða listir. Sú
virðist hafa orðið raunin á um veðurfræðinginn, uppgjafaprestinn og sendi-
ráðsritarann. Enginn fellur fram án þess að meiða sig.24
I sama streng tekur Sverrir Kristjánsson í ritdómi sínum um
Atómstöðina. En hann eykur við útleggingu hins pólitíska hjálp-
ræðis sögunnar:
I þessari bók gerast allir meginviðburðir í höfuðstaðnum, en þó hillir jaín-
an undir sveitina í baksýn. Búa Árland dreymir um að hefja skeið mannsins
að nýju í ósnertum sveitum Patagóníu. Organistinn sér bjargráð mannlífsins
í sveitum framtíðarinnar. Og Laxness lætur sveitastelpu segja Atómstöð-
ina . . .
. . . Þannig liggja allar leiðir þessarar bókar heim til gamla Islands í daln-
um. En þetta er ekki flótti skáldsins frá veruleikanum. Það er aðeins leit að
nýjum varnarstöðvum, er útvirki Islands hafa verið seld í hendur erlendum
mönnum. Þótt Atómstöðin sé „kveðin við kolsvartan heim“ og hermi frá ósigri
íslands í sviptingum aldarinnar, þá lokar maður bókinni í þeirri vísu von, að
lífið muni þó sigra þrátt fjTÍr allt.2 5
Okkar tími, okkar líf - það er okkar fegurð, sagði organistinn
forðum í Atómstöðinni. Atómstöðin á sér tryggan stað í bókmennta-
sögu eftirstríðsáranna: áreiðanlega hefur engin bók Halldórs haft
jafn-gagnger áhrif á pólitíska skoðanamótun lesenda í sinni kyn-
slóð. En skyldi Atómstöðin enn í dag koma heim við breytta tíma,
olckar líf að meir en aldarfjórðungi liðnum frá þeim atburðum
sem hún spratt af og fjallar um? Óneitanlega vakti það eftirtekt,
þegar sagan var sviðsett í Iðnó á sj ötugsafmæli höfundarins, hversu